- Advertisement -

Forsetaefni ríkisstjórnarinnar

Þríhyrningnum í ríkisstjórninni má „ekki takast að hrifsa til sín forsetakosningarnar.“

-sme

„Fólkið velur forsetann“ var slagorð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta í kosningunum 1952 þegar hann sigraði séra Bjarna Jónsson dómkirkjuprest. Valdaflokkarnir höfðu komið sér saman um Bjarna sem sinn frambjóðandi.

Nú er að teiknast upp skýr mynd. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast standa sem ein heild að baki framboði Katrínar Jakobsdóttur. Það verða ekki þeir sem velja forsetann. Það gerir fólkið.

Við lestur Moggans í dag fæst ekki annað séð en fyrsti andstæðingur forsetaframboðs ríkisstjórnarinnar sé Baldur Þórhallsson. Vegi er að Baldri í Mogganum og víst má telja að fleiri skrif séu væntanleg.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Baldur mun standa það af sér og vonandi aðrir sem vegið verður að. Það verður að gilda áfram að fólkið velji sér forseta. Ekki ráðandi öfl í samfélaginu. Þríhyrningnum í ríkisstjórninni má ekki takast að hrifsa til sín forsetakosningarnar.

Fólkið á þessar kosningar.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: