Stjórnmál
„Það verður að segja þetta, þó það sé óþægilegt fyrir flokksforystuna: Allir hafa viðhorf sem samræmast þeirra stöðu og hagsmunum, enginn fær undanþágu frá “staðreyndum lífsins,” skrifar Ragnar Önundarson.
„Þegar formaður flokks, sem jafnframt er fjárfestir, daðrar við hugmynd um að selja einkaaðilum einokunaraðstöðu, þá gerist tvennt: Fylgi flokks hans rýrnar og öllum verða ljósir yfirvofandi hagsmunaárekstrar. Af hverju snýr BB sér ekki að fjárfestingum alfarið ? Af hverju hangir hann í þessari tvíbentu stöðu ? Er það virkilega svo, árið 2024 að fjárfestar þurfi að hafa forgang að upplýsingum og sérhagsmunastöðu gegnum pólitík ?
Isavia er í einokunaraðstöðu og rekur flugvöll, sem telst til innviða. Þjónustu Isavia verðum við að kaupa á uppsettu verði, hún er innifalin í kaupum á farmiðanum. Aðstöðu til sjálftöku af þessu tagi má aldrei selja, í því fælist „veiðileyfi“ á almenning / kjósendur.“