- Advertisement -

Grýttur vegur Katrínar til Bessastaða

Stjórnmál Stefna Vinstri grænna er enn sú að Ísland segi sig úr Nató og að; „heræfingar á Íslandi, sem og herskipa- og herflugvélakomur, verði óheimilar.“ Ekki er úr vegi að birta þetta: „Kapítalismi er hvorki sjálfbær efnahagslega né umhverfislega og leiðir til samþjöppunar valds, auðs og eigna hjá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum sem og stórfelldrar mismununar. Þessu fylgir heimsvaldastefna og hnattvæðing á forsendum fjármagnsins.“

Af hverju að rifja þetta upp núna? Tilgangurinn er tvennskonar.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Eftir mjög skamma setu í stól forsætisráðherra afhentir Bjarni Katrínu lyklana að stjórnarráðshúsinu. En hvað um völdin? Fylgdu þau með?

Fyrst hvernig flokkur getur borið af leið. Hér hefur verið gert ráð fyrir að þrátt fyrir að VG og Katrín Jakobsdóttir hafi snúið bakinu í yfirlýsta stefnu flokksins, muni hún sækjast eftir að verða næsti forseti Íslands. Það fellur víða í grýttan jarðveg.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði í gær:

„Ég þakka einlæglega fyrir þann mikla stuðning sem ég finn fyrir. Ég sé og skil að ykkur er alvara og mér þykir afar vænt um það.

Öfugt við marga finnst mér gleðilegt hversu margir sækjast eftir embætti forseta Íslands og vilja gera þjóð sinni gagn.

Ég er að hugsa um baráttuna um Ísland. Því um það stendur glíman.

Glíman snýst ekki um það hvort þjóðin eignast geðþekkan forseta heldur hvort hún getur valið sér forseta sem hún treystir og sem þorir að stinga við fótum ætli hagsmunaöfl í samfélaginu að knýja fram lagabreytingar sem valdið geta stórfelldum skaða.

Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð.

Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð.

Mér fyndist það bera vott um oflæti og að auki fyndist mér hún með því sýna þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu og það get ég ekki sætt mig við.

Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða.

Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki.

Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk.“

Þar höfum við það. Fyrir það fólk sem er sömu skoðunar og VG segist vera um að Ísland eigi að segja sig úr Nató og vill ekki vista her á Íslandi, hefur meitt sig þegar það hefur séð Katrínu taka dansspor á hinu stóra sviði Nató.

Sama er að segja þegar lesin er þessi tlvitnun í stefnuskrá VG: „Kapítalismi er hvorki sjálfbær efnahagslega né umhverfislega og leiðir til samþjöppunar valds, auðs og eigna hjá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum sem og stórfelldrar mismununar. Þessu fylgir heimsvaldastefna og hnattvæðing á forsendum fjármagnsins.“

Vinstrisinnað fólk fær ekki betur séð en Katrín Jakobsdóttir hefur ekki bara verið dugmikill klár á vagni kapítalismans, heldur og verið hans helsti stjórnandi í því ótrúlega stjórnarsamstarfi sem við búum við. Enn um sinn. Ríkisstjórnin er svo sem við dauðans dyr.

Kannski er það svo að vegna starfa sinna og stefnu síðustu ár og Katrínu verði ekki fyrirgefið og hafi hana dreymt um Bessastaði þá muni fleiri en Steinunn Ólína rísa upp gegn framboði hennar.

Ekki með að allt fólk bjóði sig fram gegn Katrínu heldur með andófi gegn henni og verði þá til þess að hún nái ekki til Bessastaða.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: