Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar skrifar:
English below*
Vinnumarkaður
Eflingu erum við félagsfólk komin frá 144 löndum. Við erum fædd hér á Íslandi og við erum frá Póllandi, Litháen, Rúmeníu, Lettlandi, Filippseyjum, Víetnam, Thailandi, Úkraínu, Spáni, Venesúela, Portúgal, Króatíu. Við erum frá Bandaríkjunum, Hondúras, Ghana, Afganistan, Palestínu. Svo mætti áfram telja.
Við erum ómissandi í allri verðmætaframleiðslu samfélagsins okkar. Við erum vinnuaflið og án okkar stoppar allt. Við vinnum við að byggja hús og leggja vegi. Við vinnu við að moka snjó og fjarlægja sorp. Við vinnum við að þrífa fyrirtæki, heimili og stofnanir. Við vinnum á kaffihúsum, börum og veitingastöðum. Við vinnum á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu. Við vinnum á höfninni og í verksmiðjum. Við vinnu á gistiskýlum og leikskólum. Við vinnum í skólum og búsetukjörnum. Við vinnum mjög mikið; Eflingarkarlar er með einn lengsta vinnutíma allra á þessu landi og 20% Eflingarkvenna eru í tveimur vinnum. Við erum augljóslega mjög dugleg.
Við erum líka dugleg að berjast. Við höfum hálfan áratug barist aftur og aftur fyrir hagsmunum okkar. Við höfum unnið sigra og bætt launakjör okkar. Við höfum líka tekið félagið okkar í eigin hendur til þess að tryggja að það starfi fyrir okkur, ekki aðra. Við staðið saman í gegnum stórkostlega erfiða tíma og staðið uppi sem sigurvegarar.
Allt sem við Eflingarfólk gerum, hvort sem það er að knýja áfram hjól atvinnulífsins, halda uppi umönnunarkerfunum, fara í verkföll, standa saman, vinna sigra, gerum við á ótal tungumálum. Sum tölum við eitt tungumál, sum tvö, sum okkar tala þrjú og sum okkar tala fleiri en það. Á fundum Eflingarfólks er töluð spænska, pólska, enska, íslenska, víetnamska, tælenska, tagalog, rúmenska, úkraínska. Og samt hefur okkur tekist að byggja upp félagið okkar og taka baráttu okkar í eigin hendur. Samt hefur okkur tekist að standa saman. Hvervegna? Vegna þess að við trúum á það að finna hvað sameinar okkur, ekki hvað gæti skilið okkur að. Vegna þess að við trúum á óumdeilanlegan rétt vinnuaflsins til að ráða eigin baráttu og til að fá völd í samfélaginu sem að vinna þess hvílir á.
Við í Eflingu erum dugleg. Við erum dugleg að vinna og dugleg að berjast. Og við erum dugleg við að skilja; skilja þjóðfélagið og skilja hvað best er að gera hverju sinni. Og við erum dugleg við að skilja hvert annað. Við neitum því að láta tungumál og uppruna skilja okkur að, og þar líkt og annars staðar náum við miklum og raunverulegum árangri.
Vinnuafl Eflingarfólks er alþjóðlegt. Þið lifið í samfélagi sem að þetta vinnuafl skapar og viðheldur með stöðugu framlagi sínu. Þið getið ekki valið að nota vöðvaaflið, heilaaflið og hjartaaflið sem að Eflingarfólk notar til að endurframleiða þjóðfélagið og neitað að fá tungumálið og upprunan með. Það er ekki hægt og aðeins veruleikafirt fólk getur talið sér trú um það. Ef þið viljið Eflingarfólk til að vinna vinnuna sem að þarf að vinna til að halda öllu gangandi er um pakkadíl að ræða: Heilinn, tungan og munnurinn fylgir með.
Við í Eflingu erum stolt af mörgu. En stoltust erum við af því að vera frá 144 löndum, tala ótal tungumál og hafa aldrei í eitt einasta skipti frá árinu 2018 litið á það sem vandamál, heldur stórkostlegan styrkleika og afl ólíkt öllu öðru á landinu.
Áfram Efling, á öllum tungumálum, alla leið!
—
In Efling, we the members come from 144 countries. We are born here in Iceland and we are from Poland, Lithuania, Romania, Latvia, the Philippines, Vietnam, Thailand, Ukraine, Spain, Venezuela, Portugal, Croatia. We are from USA, Honduras, Ghana, Afghanistan, Palestine. And so on and so forth.
We are indispensable in all value production in our society. We are the workforce and without us everything stops. We build houses and build roads. We shovel snow and remove garbage. We clean companies, homes and institutions. We work in cafes, bars and restaurants. We work in nursing homes and in home care. We work on the dock and in factories. We work in shelters and preschools. We work in schools and assisted living centers. We work very hard; Efling-men have one of the longest working hours of everyone in this country, and 20% of Efling-women work two jobs. We are obviously very hard-working.
We also work hard at fighting. For half a decade we have fought again and again for our interests. We have won victories and improved our wages. We have also taken our union into our own hands to ensure that it works for us, not others. We have stood together through incredibly difficult times and emerged victorious.
Everything we Efling-members do, whether it’s creating society’s wealth, maintaining the care systems, going on strike, standing together, winning, we do in countless languages. Some of us speak one language, some of us two, some of us speak three and some of us speak more than that. Spanish, Polish, English, Icelandic, Vietnamese, Thai, Tagalog, Romanian, Ukrainian are spoken at Efling meetings. And yet we have managed to build up our union and take the fight into our own hands. Yet we have managed to stand together in solidarity. Why? Because we believe in finding what unites us, not what might divide us. Because we believe in the indisputable right of labor to decide what it fights for, and to gain power in the society on which its work rests.
We in Efling are hardworking and hard fighting. And we are good at understanding; understanding society and understanding what is best to do at any given time. And we are good at understanding each other. We refuse to let language and origin separate us, and there, as elsewhere, we achieve great and real success.
The workers of Efling are international. You live in a society that this workforce creates and maintains with its constant contribution. You cannot choose to use the muscle power, the brain power, and the heart power that the Efling-members use to reproduce the society and refuse to have the language and the origin. It is not possible and only delusional people can believe that. If you want Efling-members to do the work that needs to be done to keep everything running, it’s a package deal: The brain, the tongue and the mouth are included.
We in Efling are proud of many things. But what we are most proud of is being from 144 countries, speaking countless languages, and never once since 2018 having seen that as a problem, but a great strength and a power unlike anything else in the country.
Onwards Efling, in all languages, all the way!