- Advertisement -

„Ekki gefið mál að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verði til á 100 ára af­mæli flokks­ins“

Vilhjálmur Bjarnason:

„Skrif­ari lærði nokkuð og kynnt­ist ýmsu. Svo sem því að heil­indi eru ekki til. En svik og lygi.“

„Eitt sinn tók skrif­ari þátt í starfi stjórn­mála­flokks. Þar kom að ekki var leng­ur þörf fyr­ir skrif­ara inn­an þing­flokks þess flokks. Inn­an flokks er vinátta eng­in viðskipti með kær­leika. Skrif­ari lærði nokkuð og kynnt­ist ýmsu. Svo sem því að heil­indi eru ekki til. En svik og lygi,“ segir í nýrri Moggagrein Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrverandi alþingismanni Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson færði Vilhjálm úr öruggu sæti á framboðslista flokksins í Kraganum. Og hafði þar með áframhaldandi þingmennsku að engu.

„Til þess að vara og þjón­usta sé selj­an­leg er það grund­vall­ar­atriði að var­an og þjón­ust­an sé aðlaðandi en ekki aflaðandi. Hef­ur stjórn­mála­flokk­ur eitt­hvað fram að færa? Er það gott fyr­ir Flokk­inn? Það var al­geng spurn­ing á þing­tíma skrif­ara. Sjaldn­ast var spurt: Er það gott fyr­ir fólkið? Flokk­ur og fólk rím­ar að fram­an!“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Helm­ing­ur fylg­is er horf­inn!“

Síðar í greininni skrifar Vilhjálmur: „Eitt sinn voru það tal­in viður­kennd sann­indi að fasta­fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins væri 35% og kjör­fylgi yfir 40%, en síðar var fasta­fylgi komið í 22%. Þá var kjör­fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins 33%.

Og hvert er fylgið núna sam­kvæmt skoðana­könn­un­um? Síðasta mæl­ing Gallup seg­ir 18,2%. Helm­ing­ur fylg­is er horf­inn!“

Síðar segir í greininni:

„Annað þing­mál fjall­ar um „sölu rík­is­eigna, lækk­un skulda rík­is­sjóðs og fjár­fest­ingu í innviðum“.

Þetta þing­mál er flutt í skugga umræðna um sölu á eign­ar­hlut­um rík­is­ins í Íslands­banka hf. Faðir for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins keypti hlut í Íslands­banka hf. í blindu útboði til hæfra fjár­festa, sbr. lög nr. 161/​2002.

Í stað þess að sýna auðmýkt og láta föður sinn falla frá kaup­um á hlut í Íslands­banka hf. for­hert­ist formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og sagði föður sinn hafa mátt kaupa þenn­an hlut. Af­leiðing­in er fylg­is­hrun Sjálf­stæðis­flokks­ins í skoðana­könn­un­um.“

Vilhjálmur segir: „Það eru ekki marg­ar rík­is­eign­ir sem geta tal­ist væn­leg sölu­vara.

Eign­irn­ar eru:

Lands­virkj­un

Lands­banki Íslands hf.

Hluti af Isavia, þ.e. Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar, nema vilji sé til að selja leiðsögu­kerfið um Norður-Atlants­haf.

Stjórn­ar­ráðið við Lækj­ar­torg. Húsið er talið eign rík­is­sjóðs en ekki eru til þing­lýst­ar heim­ild­ir um það.

Og hvað þegar þess­ar eign­ir eru seld­ar í eitt skipti? Ekki verður það end­ur­tekið.

„…hvarf án þess að nokk­ur maður saknaði þess.“

Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar (FLE) hef­ur nokkra sér­stöðu meðal þess­ara eigna. Íslenska ríkið lagði aldrei fram eina krónu til bygg­ing­ar FLE. Á móti fram­lagi Banda­ríkja­manna til bygg­ing­ar varn­ar­mann­virk­is komu lán sem ís­lenska ríkið tók til að greiða sinn kostnað. Þau lán voru yf­ir­tek­in af op­in­beru hluta­fé­lagi, Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar ohf., en það fé­lag gekk inn í Isavia ohf.

Það er hægt að selja Stjórn­ar­ráðshúsið og leigja til baka! Gjörn­ing­ur lík­ist ei­lífðarláni.

Er þetta efni­legt fram­lag til að efla fylgi meðal borg­ara­legra afla?“

Verður Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn til á 100 ára af­mæl­inu?

Næst kemur stór spurning: „Það er alls ekki gefið mál að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verði til á 100 ára af­mæli flokks­ins, sem verður hinn 25. maí 2029, ef ör­lög­in taka ekki í taum­ana. Sam­band ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga, sem talið var eiga ei­líf­an ald­ur, hvarf án þess að nokk­ur maður saknaði þess.

Fjöldi fólks veit aðeins um tvo af þing­mönn­um flokks­ins og ein­hverj­ir hafa heyrt af dóms­málaráðherr­an­um vegna út­lend­inga­mála.“

Í lok greinarinnar beinir Vilhjálmur Bjarnason pennanum að nafna sínum, þingmanninum Vilhjálmi Árnasyni, ritara flokksins:

„Rit­ari flokks­ins læt­ur ým­is­legt fjúka sem ekki þykir þaul­hugsað til dala. Þannig má skilja rit­ar­ann, að eind­rægni vaxi í flokkn­um með minnk­andi fylgi. Auðvitað fækk­ar deilu­efn­um með dvín­andi kjör­fylgi. Þannig að ekki ræður markaðsfræðin með sókn í fjölda­fylgi för.

Enn er rétt að minna á hvað Guðbjart­ur bóndi seg­ir: „Maður fer á mis við lífið þángaðtil maður er sjálf­stæður. Fólk sem er ekki sjálf­stæðis­fólk, það er ekki fólk.““


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: