- Advertisement -

Rannsaka Vöggustofuna að Hlíðarenda

Nefndin verður sjálfstæð og óháð í störfum sínum.

Reykjavíkurborg ætlar að gangast fyrir rannsókn á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins (upptökuheimili barna) á tímabilinu 1974 til 1979, þ.á.m. með hliðsjón af breyttum verkefnum vöggustofunnar á því tímabili.

Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd sem á að sinna rannsókninni.

Nefndin verður sjálfstæð og óháð í störfum sínum og verður heimilt að kalla eftir aðstoð og upplýsingum frá aðilum innan og utan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar við einstaka þætti athugunarinnar. Fundir nefndarinnar verða lokaðir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nefndarmenn og starfsmaður hennar eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina er varðar einkalíf manna sem þeir fá upplýsingar um við störf nefndarinnar. Þagnarskylda um slík atriði helst þegar störfum nefndarinnar er lokið. Formanni nefndarinnar er heimilt að veita almennar upplýsingar um störf nefndarinnar og verklag meðan hún starfar. Nefndin skal leggja fyrir borgarráð tíma- og verkáætlun um störf nefndarinnar innan mánaðar frá skipan nefndarinnar, þar sem fram komi meðal annars umfang og áherslur í starfinu, auk áætlaðs kostnaðar sem skal jafnframt yfirfarinn af fjármála- og áhættustýringasviði Reykjavíkurborgar. Miðað er við að nefndin skili lokaskýrslu sinni til borgarráðs eigi síðar en 15. desember 2024. Borgarráð ákveður þá meðferð sem lokaskýrsla nefndarinnar skal fá.“

Lagt er til að nefndina skipi Trausti Fannar Valsson lögfræðingur og dósent við Háskóla Íslands sem yrði formaður, Urður Njarðvík prófessor í barnasálfræði og fyrrverandi deildarforseti Sálfræðideildar HÍ og Ellý Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi. Nefndinni verður heimilt að ráða starfsmann.

Úr umfjöllun Heimildarinnar um vöggustofurnar:

„Níu mánaða drengur sem vistaður var á Vöggustofunni Hlíðarenda fannst látinn í rúmi sínu í maí árið 1950. Aðstæðum er lýst þannig í vistunarskrám vöggustofunnar að drengurinn hafi fundist látinn með sæng yfir höfði og að lífgunartilraunir hefðu verið án árangurs.

Litli drengurinn er eitt sex barna sem vöggustofunefndin, sem rannsakaði starfsemi vöggustofa Reykjavíkur og skilaði nýverið skýrslu sinni, telur hafa látist á meðan vistun á stofnununum stóð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: