- Advertisement -

Einfalt að flytja inn erlent kjöt

„Hverju eru þeir að mótmæla? Jú, þeir eru að mótmæla því að kjör þeirra, umgjörð og starfsskilyrði eru ekki í lagi.“

Þórarinn Ingi Pétursson.

Alþingi Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður og bóndi, mælti fyrir frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þórarinn kom víða við í ræðu sinni, sem má lesa hér. Skoðum samt hluta úr ræðunni:

„Við lifum í heimi sem er mjög breytilegur. Það hafa orðið miklar breytingar á því tollaumhverfi sem starfað er við hér á landi. Það er tiltölulega einfalt mál að flytja inn afurðir, kjötafurðir, og nýlegt dæmi þess efnis er útboð á tollkvótum í nautakjöti þar sem 1 kr. var verðið sem greitt var fyrir hvert kíló. Það segir sig sjálft að þegar verið er að keppa við stóra risa erlendis, við getum tekið stórt fyrirtæki í Danmörku sem dæmi, Danish Crown, sem flestir þekkja, að það tæki þá fimm daga að slátra öllu því nautakjöti sem fellur til hér á landi meðan við erum að dunda við það allt árið með 30% nýtingu á afurðastöð. Það sér hver maður að við þurfum að breyta til og horfa til þeirra breytinga og mæta þeim áskorunum sem fram undan eru.“

Síðar í ræðunni leitaði hann samanburðar við önnur Evrópulönd:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég sá viðtal við ágætan eplabónda…

„Nú ætla ég að færa mig, frú forseti, yfir Atlantsála og til Evrópu. Ekki hefur farið fram hjá neinum sá fréttaflutningur sem við höfum fengið þaðan af bændum í mótmælum í Frakklandi og Þýskalandi. Hverju eru þeir að mótmæla? Jú, þeir eru að mótmæla því að kjör þeirra, umgjörð og starfsskilyrði eru ekki í lagi. Þrátt fyrir það hafa þeir ákveðnar heimildir og þar eru þeir að sjálfsögðu að vinna á markaði sem er gjörólíkur okkar hvað það varðar og búa í sjálfu sér við allt önnur skilyrði hvað ræktun varðar. En það segir okkur líka hversu mikilvægt það er að við stöndum með innlendri matvælaframleiðslu, því að við getum ekki alltaf stólað á það að fá hingað góð og fersk matvæli frá Evrópu. Ég sá viðtal við ágætan eplabónda, ég held það hafi verið í Frakklandi, sem sturtaði heilum gám eða hlassi á götuna af eplum og sagðist ekki geta þetta lengur. Hann gæti alveg eins borið þetta á götuna fyrir framan þinghúsið í París eins og að henda þessu heima hjá sér. Og af hverju var hann að henda þessu? Jú, það flæddi inn til hans ódýrari vara frá öðrum löndum. Væntanlega í því landi sem þarna um ræðir, Frakklandi, kom ódýrari sambærileg vara frá Spáni. Bændurnir þar fluttu sínar vörur til Frakklands, þar sem var aðeins skárra verð en heima, vegna þess að þeir fóru halloka í samkeppni við sambærilegar vörur sem framleiddar voru í Afríku,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: