Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, skrifar fína grein á Vísi. Í einum kafla hennar skrifar Finnbjörn:
„Vandséð er að sú einkavæðing sem þegar hefur farið fram á sviði orkumála hafi komið þjóðinni til góða og er nærtækt að horfa til Suðurnesja í því efni. Nú þegar ákveðið hefur verið að halda áfram á þeirri glötunarbraut með vindorkufrumvarpi er mikilvægt að almenningur geri sér ljóst að stefna stjórnvalda er ekki sú að þjóðin njóti afraksturs af auðlindinni. Um leið munu fyrirtæki sem framleiða þessa orku hafa það markmið eitt að hámarka gróða sinn. Vindorkan mun að óbreyttu ekki auka raforkuöryggi eða halda aftur af verðhækkunum til almennings og minni fyrirtækja. Stærðarhagkvæmni á einkamarkaði mun ráða ferð og stórnotendur ganga fyrir.
Komi ekki til pólitískra inngripa verða almannahagsmunir fyrir borð bornir. Þau gæði sem þjóðin hefur notið til þessa í formi fremur ódýrrar og öruggrar orku munu heyra sögunni til. Missum ekki sjónar á því grundvallaratriði að stefnan er sú að einkaaðilar taki yfir þau félagslegu gæði sem eru forsenda lífs þjóðarinnar í landinu.“