- Advertisement -

Samfylkingin kyngir eigin stefnu

„Við í Sam­fylk­ing­unni höfn­um þessu mis­kunn­ar­leysi og greiðum at­kvæði gegn frum­varp­inu.“

Oddný Harðardóttir.

Stjórnmál Skyndileg breyting Samfylkingarinnar á útlendingamálum hefur eðlilega vakið þjóðarathygli. Þingmenn flokksins þurfa að éta ofan í sig áður sögð orð. Svo illa hefur til tekist að Óli Björn Kárason heggur að Samfylkingunni í nýrri Moggagrein. Það gerir óhikað þrátt fyrir að staða hans eigins flokks hefur sjaldan eða aldrei verið verri en einmitt nú.

Í greininni rifjar Óli upp nokkur ummæli þingmanna Samfylkingarinnar. Ummæli sem þeir hafa neyðst til að kyngja núna. Það er eftir viðtalið fræga sem Kristrún Frostadóttir fór í.

Best að gefa Óla orðið:

Önnur umræða tók 91 klukku­stund.

„Í apríl 2019 var lagt fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um út­lend­inga. Ekki náðist að mæla fyr­ir frum­varp­inu.

Ári síðar var frum­varpið lagt fram að nýju að mestu óbreytt. Mælt var fyr­ir frum­varp­inu og gekk það til nefnd­ar. Ekki tókst að af­greiða málið úr nefnd.

Í mars 2021 var frum­varpið lagt fram í þriðja sinn með breyt­ing­um. Mælt var fyr­ir mál­inu, það fór til nefnd­ar en sat þar fast.

Í apríl 2022 var frum­varpið lagt fram í fjórða sinn en í breyttri mynd þar sem það náði ein­göngu til breyt­inga á ákvæðum laga um út­lend­inga varðandi alþjóðlega vernd. Auk þess var lögð til breyt­ing á lög­reglu­lög­um. Enn á ný var mælt fyr­ir frum­varp­inu og það gekk til nefnd­ar án þess að það yrði af­greitt.

Haustið 2022 var frum­varpið lagt fram í fimmta sinn. Jón Gunn­ars­son, þáver­andi dóms­málaráðherra, mælti fyr­ir frum­varp­inu í októ­ber 2022. Fyrsta umræða tók rúm­lega ell­efu klukku­stund­ir. Málið gekk síðan til nefnd­ar og þar voru gerðar breyt­ing­ar í viðleitni til að auka sátt um frum­varpið. Önnur umræða tók 91 klukku­stund og þar af at­kvæðagreiðsla þrjá tíma. Málið gekk aft­ur til nefnd­ar og var af­greitt þaðan fljótt. Þriðja umræða stóð í nær tíu klukku­stund­ir og aft­ur tók at­kvæðagreiðsla um þrjá tíma.

All­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ásamt Pír­öt­um og Viðreisn greiddu at­kvæði gegn frum­varp­inu. Við at­kvæðagreiðslur voru and­stæðing­ar frum­varps­ins harðorðir, ekki síst þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Það mun reyna á póli­tísk bein Kristrún­ar á kom­andi vik­um.

Logi Ein­ars­son: „Þetta mál hef­ur í för með sér mikla aft­ur­för og það fel­ur í sér upp­gjöf, upp­gjöf þeirra þing­manna stjórn­ar­meiri­hlut­ans sem trúðu á og hafa hingað til talað fyr­ir mannúðlegri og frjáls­lynd­ari stefnu í mál­efn­um flótta­fólks gagn­vart frek­um minni hluta sem elur á andúð í garð út­lend­inga… Þeirra er skömm­in í dag. Við í Sam­fylk­ing­unni mun­um öll segja nei við þessu frum­varpi.“

Jó­hann Páll Jó­hanns­son: „Hitt er hins veg­ar al­veg ljóst að hér er á ferðinni þing­mál, hér er á ferðinni frum­varp, sem gref­ur und­an rétt­ind­um fólks … Það verður eft­ir því tekið hvernig at­kvæði falla hér í dag.“

Odd­ný G. Harðardótt­ir: „Við í Sam­fylk­ing­unni höfn­um þessu mis­kunn­ar­leysi og greiðum at­kvæði gegn frum­varp­inu.“

En frum­varpið var samþykkt í mars á síðasta ári. Öllum mátti hins veg­ar vera það ljóst að þörf væri á frek­ari breyt­ing­um til að færa ís­lenska lög­gjöf nær lög­gjöf annarra Norður­landaþjóða. Það er ánægju­legt að fá staðfest­ingu á því að formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er kom­inn á sömu skoðun og við Sjálf­stæðis­menn í þeim efn­um. En það mun reyna á póli­tísk bein Kristrún­ar á kom­andi vik­um gagn­vart öfl­um í grasrót Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Og Kristrún mun illa geta reitt sig á slökkvistarf gam­alla formanna.“

Forvitnilegt verður að sjá hvort fylgi Samfylkingarinnar hafi minnkað og ef svo er hvert fylgið fer.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: