- Advertisement -

Tekist er á um framtíð blaðamennsku

Kristinn Hrafnsson skrifar:

Dómsmál Sit í fornum réttarsal í Royal Court of Justice við Strand í London þar sem fyrri dagur er að hefjast í málflutningi sem kann að marka ögurstund fyrir Julian Assange. Tekin er fyrir beiðni hans um að fá að áfrýja úrskurði um framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans dauði í einangrunarklefa. Sakirnar eru að stunda blaðamennsku.

Margmenni er fyrir utan dómhúsið. Þar er fólkið sem skilur að framtíð blaðamennsku í heiminum kann að vera í húfi. Ég er ekki bjartsýnn. Hef séð of marga bresti í bresku réttarkerfi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: