Sigurjón Magnús Egilsson:
Með ótímabærum afleik hefur Kristrún og Samfylkingin breytt pólitíska landslaginu. Rykið á eftir að setjast. Spennandi verður að sjá hver staðan verður.
Leiðari
Það er þekkt í stjórnmálum að sá sem mælist sterkastur eigi að halda sig sem lengst til hlés. Einkum í umdeildum og erfiðum málum. Þetta hefur Kristrún Frostadóttir og Samfylkingin gert með mestu ágætum. Til þessa. Óðum virtist stefna í að flokkurinn mældist með þriðjungs fylgi og fjölda þingmanna.
Þá sprakk Kristrún á sjálfskipuðu þagnarbindindi. Og það með hvelli. Kjósendur lýsa yfir vonbrigðum með afstöðu Kristrúnar og Samfylkingarinnar með stefnuna hvað varðar flóttafólk. Og hver er stefnan: Lok, lok og læs og allt úr stáli.
Kristrún stekkur í fang Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Úr virðist ætla að verða sjálfstæða miðfylkingin. „Ef þú ætlar að reka velferðarsamfélag þá þarftu að vera með lokað kerfi að því leytinu til,“ sagði Kristrún í viðtali. Svo fylgdi merkingarlítið orðasalat að hætti nútíma stjórnmála. Salat sem enginn hefur lyst á.
Þar fór það. Kjósendur munu leita annað. En hvert? Í stefnulausa Framsókn? Varla. Láta ekki aftur blekkjast á að kannski sé bara best að kjósa Framsókn. Með ótímabærum afleik hefur Kristrún og Samfylkingin breytt pólitíska landslaginu. Rykið á eftir að setjast. Spennandi verður að sjá hver staðan verður.
Kristrún á afleik vetrarins. Bjarni og Sigmundur Davíð munu bíða brosandi og rólegir á hliðarlínunni. Tilbúnir í nýja ríkisstjórn með Kristrúnu og Samfylkingunni.
Eitt sýnishorn: