Gæslan gat ekki hjálpað Færeyingum í leitinni þar sem flugvélin er í útleigu
Halldór Benóný Nellet fyrrum skipherra er ósáttur með stöðu Landhelgisgæsluna. Hann skrifaði:
„Það er eitthvað mikið að hér á landi með fréttamat sjónvarpsstöðvanna.
Í gær varð alvarlegt sjóslys við Færeyjar þegar fiskiskip sökk og tveggja sjómanna var saknað og mikil leit í gangi. Við Íslendingar gátum vitanlega ekki sjálfir aðstoðað við leit vegna þess að hin öfluga eftirlitsflugvél okkar TF-SIF er alltaf í Miðjarðarhafi vegna blankheita.
Ekki eitt orð um þetta í kvöldfréttum sjónvarpsstöðvanna í gærkvöldi heldur var meginfréttin um það þegar unglingar hentu eggjum í Alþingishúsið og þjarmað var af ókurteisi og offorsi að utanríkisráðherra. Bara minna á það líka að Færeyingar hafa ávallt stutt okkur í öllum okkar áföllum, nú síðast vegna Grindavík.“