Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir óheppilegt hversu mikil þoka hefur verið yfir lekamálinu. Hann segist hafa rætt málið við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins, og segir hana vilja gera það sem hún getur til að létta þokunni af málinu og ð allt verði skýrt sem hægt er.
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
„Meðan rannsakendur og ráðuneytið sjálft, geta ekki fundið út úr hvernig málið fór til fjölmiðla, er ekkert frekar hægt að gera í málinu. Það er erfitt að vera í þeirri stöðu að ætlast er til að þú upplýsir eitthvað sem meira að segja lögreglan getur ekki.“
Finnst Bjarna að Hanna Birna segir af sér, allavega tímabundið, þar til botn fæst í málið?
„Fram til þessa hefur ekkert gerst í málinu sem kallar á afsögn Hönnu Birnu. Í raun finnst mér það fráleidd krafa.“
Bjarni sagðsit ekki sjá neina ástæðu til að draga í efa fullyrðingar Hönnu Birnu um að hún hafi ekki komið að sendingu minnisblaðsins úr ráðuneytinu.