Fjölmiðlar
Þau eru ólík stefin sem eru slegin í leiðurum Moggans og Heimildarinnar.
Hér er sýnishorn úr leiðara Davíðs Oddssonar:
„Þrátt fyrir að flest sé á huldu um hið raunverulega mannfall á Gasa blandast fáum hugur um að það er mikið, jafnvel þó svo það þyki í minna lagi miðað við það sem gerist í borgarhernaði. Í því felst hins vegar ekkert um „þjóðarmorð“ sem er sérstakt hugtak, sem mikilvægt er að sé ekki misnotað í áróðursskyni. Það felur í sér ásetning um útrýmingu eða kerfisbundna atlögu gegn almennum borgurum, sem ekki á sér önnur markmið. Ekkert bendir til þess að það eigi við.“
Það er ekkert annað.
Þá að leiðara Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur:
„Í 109 daga hafa íbúar Palestínu, sem eru innilokaðir og komast hvergi, mátt þola linnulausar eldflauga- og loftárásir auk annarra voðaverka. Sprengjum er varpað á heilsugæslu, spítala, barnaskóla og flóttamannabúðir. Ráðist er á mannúðarstofnanir, jafnvel þótt almennir borgarar hafi leitað þar skjóls. Ráðist er á almenna borgara. Og börn.
Yfir 117 börn á hverjum einasta degi.
Sem varð til þess að Unicef kallaði hernaðaraðgerðir Ísraela „stríð gegn börnum“. Gaza er hættulegasti staðurinn á jörðinni fyrir börn í dag.“