Stjórnmál
„Austurvöllur sjálfur er svo orðinn að ókeypis tjaldstæði í boði Reykjavíkurborgar. Ætla má að þar gerist borgin sek um lögbrot þar sem Austurvöllur er ekki skipulagt tjaldsvæði. Ekki er aðgangur að salerni né rennandi vatni, eins og krafa er gerð um á tjaldsvæðum. Reykjavíkurborg veitir engu að síður leyfi fyrir tjöldum og þá ber henni að greiða gistináttaskatt. Viðbúið er að ferðamenn sem greiða fyrir gistingu í Laugardal og heimilislausir Íslendingar sem þar leita skjóls muni von bráðar færa sig niður á Austurvöll svo þeir þurfi ekki að greiða fyrir gistinguna,“ segir í nýrri Moggagrein Birgis Þórarinssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, áður Miðflokksins.
Greinin endar svona:
„Mótmælendur á Austurvelli þurfa ekki að reisa tjaldbúð eða gistiaðstöðu til að koma málefnum sínum á framfæri. Alþingi er friðheilagt, enginn má raska friði þess og frelsi. Öryggi og umhverfi Alþingis verður að tryggja. Borgaryfirvöldum væri sæmst að láta af þessum tjaldbúðaskrípaleik og vanvirðingu.“