Atli Þór Fanndal skrifaði:
Stjórnmál
Ein frétt hefur aðeins drukknað undanfarna daga en í henni kristallast hvað stjórnmálin okkar eru smá og metnaðarlaus. Reynslulaus borgarstjóri hefur ákveðið að ráða algjörlega reynslulausa vinkonu sína sem aðstoðarkonu.
Aðstoðarmannakerfið á Íslandi er ansi takmarkað en á sem sagt að styrkja stjórnmálafólk í hlutverki sínu fyrir almenning. Styrkja stöðu þeirra í kerfinu en ekki flokknum eða fjölmiðlum. Einar hefur valið að styrkja stemmara. Þar er Einar svo sem ekki einn en það segir oft ansi margt um fólk hvernig það eyðir resourcum almennings sem þeim eru boðnir til að styrkja getu þeirra til að vinna í umboði almennings.
Ekki hafa samt áhyggjur krakkar það eru fullt af vinum sem falla upp á við á Íslandi. Eðli málsins samkvæmt höfum við sem samfélag heimilað þessum strákum að ráða þá sem þeir treysta og þá sem þeir telja gagnast sér og styrkja mest. Og eðli málsins samkvæmt ráða þeir flestir vini sína með ferilskrá sem inniheldur ekkert sem styrkt getur þá formlega í hlutverkinu.
Sumir myndu taka það mjög alvarlega að ráða hægri hönd og jafnvel reyna að vinna upp á móti eigin veikleikum en ofurmenni hafa ekki veikleika þannig að þeir þurfa ekki að spá í svoleiðis. Styrkur og karakter stjórnmálafólks sést á því hvernig þau fara með frjálsari sjóði.
Einar hefur greinilega ekkert við það að athuga að við sjáum hann sem sjálfmiðaðan og lítinn. Sumir eru í pólitík til að breyta heiminum en aðrir til að breyta eigin persónulegri stöðu.