Heima er bezt
Enn ein sönnun fyrir aukinni björgunarmála- og landhelgisgæslustarfsemi. Aðfaranótt sunnudags s. 1., tók „Þór“ tvo þýska togara, er voru við ólöglegar veiðar austur við Ingólfshöfða. Hjet annar togarinn „Tyr“, en hinn „Hans Pickenpack“. — Á leiðinni vestur með söndunum tók „Þór“ einn frakikneskan togara „Bais Rose“, frá Féeamp, er hafði ólöglegan útbúnað veiðarfæra inni í landhelgr.
Það var um hádegið á sunnudag, sem „Þór“ kom til Eyja með þessa veiði. Var þá brostið á hið mesta ofviðri af norðri, en fjöldi báta var á sjó og margir nauðulega staddir. þegar eftir komu varðskipsins til Eyja, voru settir varðmenn úr landi um borð í sökudólgana, en varðskipið heimtaði sína menn, því nú var það björgunarstarfsemin, sem „Þór“ bjó sig undir. Móti roki og sjó lagði ,,Þór“ nú út, til þess að liðsinna bátunum.
Þegar leið fram á kvöldið, voru margir bátar komnir undir Stórhöfða, og lágu þar, en vegna roksins treystu sjer ekki að ná til hafnar.
Í leiðangri sínum hitti „þór“ einn bátinn, „Baldur“, er var mjög illa til reika vjelin biluð og reiðinn brotinn niður. „Þór“ dró bátinn í höfn.
Þegar leið fram á kvöldið komust allir þeir bátar, sem lágu undir Stórhöfða, í höfn. En þá vantaði enn einn bátinn. „Þór“ fró nú út aði nýju til þess að leita hans.
Klukkan 10 um kvöldið náðist loftskeytasamband við „Þór“, og hafði hann þá ekki fundið bátinn. Veðrið var hið sama, og voru eyjaskeggar orðnir mjög hræddir um bátinn. Menn töldu litlar líikur til þess, að „Þór“ fyndi hann í því aftakaveðri, sem var um nóttina.
Snemma á mánudagsmorgun náðist enn samband við ,,Þór“, er þá hafði þau gleðitíðindi að segja, að hann hefði fundið bátinn um miðnættið, og komst með hann í höfn eftir 12 klukkustunda drátt.
Vel og giftusamlega hefir ,,Þór“ tekist hjer, eins og svo oft áður. Ekkert tjón hlaust af veðrinu í Eyjum, og má það óefað þakka starfsemi björgunarskipsins.
Rjettarhöld yfir landhelgisbrjótunum stóðu yfir í gær. þjóðverjarnir voru búnir að játa brot sín, og er búist við, að sá frakkneski fái „hlerasekt“.
Úr sjómannablaðinu Öldinni frá árinu 1936.