Sigurjón Magnús Egilsson:
Harði stálhnefinn er kominn á loft og á eftir að vera áberandi í komandi baráttu. Það verður að laga afkomu margra Íslendinga. Mogginn á eftir að þvælast fyrir. Ekki Sólveig Anna.
Leiðari
Mogginn undirbýr komandi viðræður um nýja kjarasamninga. Að venju kann Mogginn það best að ráðast að persónum fólksins sem ber þær skyldur að laga og leiðrétta laun þess fólks sem bágast hefur það:
„Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir fór í sitt reglubundna verkfall fyrr á árinu áttuðu flestir sig á að breyta þarf fyrirkomulagi kjaraviðræðna.
Það verður ekki lengur við unað að óábyrgir skemmdarvargar haldi kjaraviðræðum í heljargreipum með því að neita að taka þátt í atkvæðagreiðslum eins og í ljós kom í Eflingarverkfallinu á útmánuðum.“
Ritstjórinn hefur verið í óstuði. Hann sækir þetta í Viðskiptablaðið. Síðan hristi hann af sér slenið og leggur þetta til málanna:
„Þar hafi ríkissáttasemjara skort heimild til að láta greiða atkvæði um miðlunartillögur, sem hefði verið betri leið en lög til að leysa „vinnudeilu efnamanna úr stétt flugumferðarstjóra.
Slíkt frumvarp var samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna í vor. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kaus Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að leggja það ekki fram á þingi. Það gerði hann að ósk ófriðaraflanna innan verkalýðshreyfingarinnar.
Það voru dýrkeypt mistök eins og komið hefur á daginn […] Hefðu stjórnarflokkarnir hugrekkið til að klára málið hefði það verið gert. Hugleysi þeirra á eftir að reynast dýrkeypt.“ Fyrir vikið hefur ríkissáttasemjarinn engin verkfæri nema vöfflujárnið og er ófært að gegna hlutverki sínu.“
Það ætti ekki að koma á óvart að lesa svona texta. Eftir áralanga gíslingu Moggans í klóm útgerðarinnar og Davíðs kemur þessi skoðun ekkert á óvart.
Harði stálhnefinn er kominn á loft og á eftir að vera áberandi í komandi baráttu. Það verður að laga afkomu margra Íslendinga. Mogginn á eftir að þvælast fyrir. Ekki Sólveig Anna.