- Advertisement -

Framsókn 107 ára og í tómu klandri

Sigurjón Magnús Egilsson:

Hér er bullandi uppgangur. Þrátt fyrir að peningar streymi í ríkissjóð verður hallinn á ríkissjóði að lágmarki fimmtíu milljarðar á árinu 2024.

Leiðari: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, fagnar 107 ára afmælis flokksins, sem er elstur allra íslenskra stjórnmálaflokka.

Það er svo sem ágætt að fagna afmælum. Ekki síst þegar vel stendur á. Svo er ekki með Framsókn. Bara alls ekki. Framsókn situr við ríkisstjórnarborðið. Í ríkisstjórn þar sem allt er í kalda koli. Svo er komið að fylgið hrynur af Framsókn. Rétt eins og hinum stjórnarflokkanna. Vel heppnuð kosningabarátta færði Framsókn talsvert fylgi. Bæði í þingkosningunum síðustu sem og kosningunum til borgarstjórnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gamnið er búið. Verkkvíði og getuleysi ríkisstjórnarinnar er æpandi. Skýrasta dæmið eru fjárlög næsta árs. Hér er bullandi uppgangur. Þrátt fyrir að peningar streymi í ríkissjóð verður hallinn á ríkissjóði að lágmarki fimmtíu milljarðar á árinu 2024.

Framsókn færi eflaust betur að læðast með veggjum en: „Þykjast öðrum þröstum meiri. Þenur brjóst og sterrir stél.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: