„Slappið nú aðeins af“
Atli Þór Fanndal:
Þetta er svo hefðbundin dagskrá að Bjarni notaði meira að segja tækifærið til að gagnrýna Ríkisútvarpið fyrir að segja enn einu sinni ekki frá hlutum eða frá hlutum í samræmi við skoðanir hans og flokksins. Þau gerast varla minni kaflaskilin.
Þessi glimmerumræða er alveg galin fyrirlitning á almenningi og pólitískri tjáningu fólks. Það má að vanda treysta Háskóla Íslands, lögreglu og Bjarnavernd til að láta eins og hér verði stjórnmálastéttin, millarnir og góðir og gildir íhaldsmenn fyrir slíku hatri og ofsóknum að grípa verði inn. Það vita allir sem vilja vita að það leiðir að sjálfsögðu bara til einnar niðurstöðu.
Slappið nú aðeins af. Við fórum í gegnum heilt bankahrun og búsáhaldabyltingu þar sem fyrir utan lögregluofbeldi og skráning lögreglu á pólitískum skoðunum fólks þá eru alvarlegustu atvikin flöggum bónuspoka, eldur að jólatré, hlaup upp í áhorfendapalla þingsins or skorinn kapall. Þetta hefur auðvitað verið reynt að mála upp sem stríðsástand, skrílslæti og ofbeldi en eru líklega friðsælasta viðbragð almennings við hruni stjórnmála og bankakerfis sem sögur fara af þótt sumir láti endalaust eins og algjört stríðsástand hafi ríkt.
Það má deila um hvort gagn sé í að glimmerbomba Bjarna eða ekki. Það má hlæja eða gagnrýna. En slappið í guðanna bænum af. Það eru þegar þvílíkar skoðanir á því hvað fólk má gera til að standa með þeim sem fáir nenna að standa með. Hættum þeim æsingi að láta eins og glimmerið sé einhver nýr raunveruleiki í ógn við stjórnmálin. Þetta er svo hefðbundin dagskrá að Bjarni notaði meira að segja tækifærið til að gagnrýna Ríkisútvarpið fyrir að segja enn einu sinni ekki frá hlutum eða frá hlutum í samræmi við skoðanir hans og flokksins. Þau gerast varla minni kaflaskilin.