- Advertisement -

Björn Leví vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael

Alþingismaðurinn Björn Leví Gunnarsson vill að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og setji að auki á viðskiptabann við landið.

Í grein hans í Mogganum í dag segir:

„Hinn 9. nóv­em­ber síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslend­inga álykt­un sem kallaði eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi á Gasa­svæðinu og for­dæmdi all­ar aðgerðir Ísra­els sem brjóta gegn alþjóðalög­um! Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna samþykkti einnig álykt­un um mannúðar­hlé hinn 15. nóv­em­ber. Álykt­un­in, sem er bind­andi fyr­ir aðild­ar­ríki, hef­ur verið al­gjör­lega hunsuð af Ísra­el.

Frá því að þess­ar álykt­an­ir voru samþykkt­ar hef­ur Ísra­el haldið áfram linnu­laus­um árás­um á sak­lausa borg­ara Palestínu, drepið þúsund­ir til viðbót­ar og gjör­eyðilagt innviði sem verndaðir eru sam­kvæmt alþjóðalög­um. Yf­ir­lýs­ing­ar ísra­elskra ráðamanna benda til ein­beitts brota­vilja gegn alþjóðalög­um.

Okk­ur hryll­ir við þeim fjölda­morðum og van­v­irðingu gagn­vart manns­líf­um sem eiga sér stað ásamt þeim aug­ljósu stríðsglæp­um sem Ísra­el frem­ur á Gasa. Á sama tíma hef­ur of­beldi í garð Palestínu­fólks á Vest­ur­bakk­an­um, jafnt af hálfu ísra­elska hers­ins sem og land­töku­fólks, vaxið til muna á síðustu dög­um og vik­um.

Mik­il­vægt er að ís­lensk stjórn­völd taki nú skref til að fylgja eft­ir álykt­un Alþing­is og ör­ygg­is­ráðsins. Hvers kon­ar diplóma­tískt sam­starf við ísra­elsk stjórn­völd send­ir þau skila­boð til Ísra­els­rík­is að þjóðern­is­hreins­an­ir þeirra séu ásætt­an­leg­ar. Að sama skapi er sam­vinna í alþjóðleg­um viðskipt­um við Ísra­el fjár­hags­leg­ur stuðning­ur við landrán þeirra, her­nám og stríðsglæpi. Á meðan Ísland tek­ur ekki skýra af­stöðu og fylg­ir eft­ir álykt­un sinni með kröfu um vopna­hlé í árás­um Ísra­els­rík­is á Palestínu með mark­viss­um aðgerðum og krefst þess að ríkið fylgi alþjóðalög­um, þá ber Ísland óbeina ábyrgð á þeim fjölda­morðum sem eiga sér nú stað í Palestínu og ger­ir okk­ur öll sam­sek stríðsglæp­um.

Ég kalla því eft­ir að slitið verði taf­ar­laust á stjórn­mála­sam­band við Ísra­el og jafn­framt verði sett á viðskipta­bann þar til Ísra­el

a) stöðvar her­nám og ný­lendu­stefnu á öllu ar­ab­ísku landi sem her­numið var í júní árið 1967 og fjar­læg­ir aðskilnaðar­múr­inn;

b) viður­kenn­ir grund­vall­ar­rétt­indi þeirra borg­ara í Ísra­el sem telj­ast Palestínu-ar­ab­ar og veita þeim full rétt­indi á við aðra borg­ara; og

c) virðir, vernd­ar og stuðlar að rétt­ind­um palestínskra flótta­manna til að snúa aft­ur til sinna heim­kynna og til sinna eigna, eins og samþykkt Sam­einuðu þjóðanna nr. 194 ger­ir ráð fyr­ir.

Slít­um stjórn­mála­sam­bandi við Ísra­el – viðskipta­bann strax!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: