- Advertisement -

Þvílíkt djók sem þessi ríkisstjórn er

Atli Þór Fanndal:

Stærstu þættirnir í verðbólgunni eru; Sjálfstæðisflokkurinn með fjármálaráðuneytið, Sjálfstæðisflokkurinn með fjármálaráðuneytið og svo Sjálfstæðisflokkurinn með fjármálaráðuneytið.

Það er náttúrulega eins og hver annar brandari að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt fjármálaráðuneytinu. 54 milljarða tekjutap á árinu 2022 vegna ófjármagnaðra skattalækkanna en samt á það að vera frekja í fátæku láglaunafólki sem veldur verðbólgunni.

Stærstu þættirnir í verðbólgunni eru; Sjálfstæðisflokkurinn með fjármálaráðuneytið, Sjálfstæðisflokkurinn með fjármálaráðuneytið og svo Sjálfstæðisflokkurinn með fjármálaráðuneytið.

Þvílíkt djók sem þessi ríkisstjórn er. 54 milljarðar í skattalækkanir á auðugt fólk, stórfelld lækkun bankaskatts, enginn vilji til að kæla þennslu vegna ferðaþjónustu, þensluhvetjandi aðgerðir eins og að niðurgreiða rafbíla og vsk-endurgreiðslu á viðhaldi íbúða og seðlabankastjóri sem er nægilega óhæfur að þá gátu meikað að ráða hann. Þetta er bara brandari. Þessi ríkisstjórn kostar meira en náttúruvá og heimsfaraldur.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þórdís K.R. Gylfadóttir fjármálaráðherra.

Nýr fjármálaráðherra segir í viðtali í nýjum þætti Moggans síðastliðinn föstudag eins og ekkert sé að jú jú það sé hefðbundinn skilningur í ríkisfjármálum að aðhald sé jafnvægi tekna og útgjalda en hún vilji bara frekar tala um aðhald sem lækkun útgjalda henni bara finnst það skemmtilegra.

Það er bara til ágætt orð til að lýsa því og það heitir niðurskurður. Fjármálaráðherra þarf ekki að mauka saman þessum hugtökum til að geta tjáð sig. Þetta er bara djók!

Svo klappar þetta fólk sér fyrir hvað þau eru að gera stórkostlega hluti til varnar íslenskunni í stríðinu gegn unglingum og innflytjendum. Fólkið sem stanslaust er að ræna orðin meiningu og getur ekki komið frá sér setningu án upplýsingamengun.

Ísland er ríkt af peningum, góðu fólki og allskonar hugtökum. Það er furðulegt val að nota ekkert þessa þegar við á.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: