- Advertisement -

Hér eru vextir margfalt hærri

„Vaxtatækið bitnar grimmilega á barnafjölskyldum hér á landi, fólki sem er með hlutfallslega há útgjöld vegna barna og jafnvel námslána, millistéttinni á Íslandi.“

„Verðbólga lækkar hratt í löndunum í kringum okkur og vextir hafa lækkað en á meðan upplifir fólk á Íslandi létti þegar Seðlabankinn tilkynnir að vextir verði áfram 9,25%, að vextir hækki ekki meira. Fólk upplifir létti þrátt fyrir þetta en það hefur auðvitað allt með væntingar að gera,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi.

„Tímabil hárra vaxta eru lengri á Íslandi en í löndum sem við viljum bera okkur saman við og vextir eru margfalt hærri. Þess vegna er ábyrgðarhluti að neita að ræða kostnað fólksins í landinu af krónunni og þess vegna er það vanræksla í starfi að sitja hjá í aðgerðum gegn verðbólgu eins og ríkisstjórnin gerir. Heimilin og fyrirtækin finna rækilega fyrir afleiðingunum og það þarf að fara að ræða af alvöru hverjir það eru sem taka höggin af þessum ævintýralega háu vöxtum,“ sagði hún og svo kom þetta:

„Aldrei hafa fleiri keypt sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Hér er stór hópur þeirra sem taka þyngsta höggið á sig vegna flatra vaxtahækkana á þau sem skulda, ungt fólk og barnafjölskyldur. Er virkilega trúverðugt að þensluna sé að finna hjá fjölskyldum landsins með húsnæðislán, barnafjölskyldum? Rúmur fjórðungur lántakenda var með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum þegar vextir byrjuðu að hækka, einn af hverjum fjórum, og í ár bætast 4.500 heimili við þennan hóp þegar þau verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta,“ sagði Þorbjörg.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hvaða réttlæti er í þessu?“

„Vextir heimilanna af yfirdráttarlánum hafa ekki verið meiri síðan í hruninu. Ungu fólki er ómögulegt að kaupa íbúð ef það á ekki bakland sem getur hjálpað til. Þetta eru afleiðingarnar. Vextir væru lægri hér ef ríkisstjórnin hefði það raunverulega sem markmið að vinna gegn þenslu og verðbólgu en ríkisstjórnin situr hjá. Seðlabankinn fær fyrir vikið stærra hlutverk. Almenningur tekur reikninginn.Vaxtatækið bitnar grimmilega á barnafjölskyldum hér á landi, fólki sem er með hlutfallslega há útgjöld vegna barna og jafnvel námslána, millistéttinni á Íslandi. Hvaða réttlæti er í þessu?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: