Mogginn finnur að Matvælastofnun í Staksteinum. Það er samt bara forleikur að öðru skotmarki, Samkeooniseftirlitinu:
„Önnur stofnun, Samkeppniseftirlitið, segir nú að fjölga þurfi um 16 ársverk ofan á þau 26 sem þar eru til að stofnunin sé fullmönnuð. Þetta væri ríflega 60% fjölgun starfa hjá stofnuninni!
Samkeppniseftirlitið lætur þetta frá sér í tengslum við fjárlagafrumvarp næsta árs og telur sig algerlega vanbúið að sinna skyldum sínum.“
Mogginn er ekki sammála forsvarsfólki Samkeppniseftirlitsins. Þar á bæ vantar afl til að fara í brýnar rannsóknir í fákeppnislandinu okkar.
„Það gæti til dæmis hætt margskonar óþarfa afskiptasemi af starfsemi fyrirtækja þar sem það er ekkert að gera annað en flækjast fyrir, engum til góðs en með miklum kostnaði fyrir skattgreiðendur og atvinnulíf. En þess í stað telur þessi ríkisstofnun, líkt og margar aðrar, að hún fái aldrei nóg,“ segir pirraður Moggi dagsins.
Kannski er þetta bara enn eitt vindhöggið úr Hádegismóum.
-sme