- Advertisement -

Skatturinn sleit samstarfi gegn svartri vinnu

- segjast fara að vilja Alþingis sem stöðvaði fjárveitingar.

Ríkisskattstjóri hefur slitið samstarfi við Alþýðusamband Íslands um eftirlit til að sporna við kennitöluflakki og svartri atvinnu. Þetta hefur midjan.is eftir heimildum.

Við afgreiðslu fjárlaga ákvað Alþingi að verja ekki lengur peningum til verkefnisins.

Samvinna skattayfirvalda, Vinnumálastofnunar og Alþýðusambandsins skilaði ágætis árangri, að sagt er. Ekki síst vegna fælingamáttar hennar. Afstaða Ríkisskattstjóra mun því hafa komið mjög á óvart.

Rök skattsins eru einkum þau að framlög til þeirra hafi verið skorin niður um fjörutíu milljónir, það er vegna eftirlitsins, að það hafi verið vilji Alþingis að láta hér staðar numið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá mun umfang verkefnisins hafa reynst skattinum erfiðara en vonast hafði verið til, vinnan við það verið meiri.

Þá gerir skatturinn nokkuð úr ónæði vegna fjölmiðla og eins hafi samstarf skattayfirvalda og ASÍ ekki gengið snurðulaust fyrir sig.

Allt leiðir þetta til þess að nú er ekkert vinnustaðaeftirlit vegna svartrar atvinnu og kennitöluflakks.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: