Þeir eru popúlistar
Lítt hrifinn af málflutningi Ragnars Þórs Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar. Þurfum að byggja 300 blokkir - bílageymslan kostar sex milljónir, bíllinn 500 þúsund.
Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM og miðstjórnarmaður í Alþýðusambandi Íslands, er gestur í útvarpsþættinum Mýrdalssandur að þessu sinni.
Aðallega er fjallað um tvennt. Stöðu ASÍ eftir formannskosningarnar í VR. Guðmundur er lítt hrifinn af málflutningi Ragnars Þórs Ingólfssonar, nýkjörins formanns VR og Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness.
Þá er fjallað um húsnæðismarkaðinn þar sem Guðmundur er gagnrýninn á margt. Ekki síst hversu illa gengur að byggja ódýrar íbúðir.
Þú gætir haft áhuga á þessum
Varðandi leigufélögin segir Guðmundur að þau hafi komið leigjendum fyrir einsog beljum á básum, þeir komist hvorki lönd né strönd og séu blóðmjólkaðir.