Hann sagði að 19,5 milljarðar hafi farið í launahækkanir, ríkisábyrgð vegna stuðningslána sem eru um 200 milljónir og svo 25 milljónir í samhæfingarteymi vegna stöðu um móttöku flóttafólks.
Varasjóðurinn, vegna náttúruhamfara, er nánast tómur. Af 34,5 milljörðum, eru aðeins 3,8 milljarðar eftir. Það sem á vantar var varið í eitthvað allt annað. Þetta gerðist meðan Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra.
„Það að varasjóðurinn, sem var hugsaður til að bæta tjón vegna náttúruhamfara, skuli ekki vera notaður í þetta þykir mér alveg furðulegt. Á þessu ári voru settir í varasjóðinn 34 og hálfur milljarður og það er reyndar búið að nota megnið af því, en í frumvarpinu um fjáraukalög kemur fram að í sjóðnum sé núna 3,8 milljarðar,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í viðtali á Útvarpi Sögu.
Ejólfur var spurður hvað hafi verið gert við peningana úr sjóðnum. Hann sagði að 19,5 milljarðar hafi farið í launahækkanir, ríkisábyrgð vegna stuðningslána sem eru um 200 milljónir og svo 25 milljónir í samhæfingarteymi vegna stöðu um móttöku flóttafólks. Síðan er það ráðstöfun vegna vinnslu fjáraukalagafrumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir 6,6 milljarðar fari í málaflokkinn vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins fékk einn og hálfan milljarð úr varasjóðnum. Þá voru dómkröfur umfram útgjöld 1.400 milljónir, endurmat á gengisforsendum eru 1.314 milljónir. 237 milljónir voru settar vegna riðu í Miðfirði og svo embætti ríkislögreglustjóra vegna eldgosa og snjóflóða með 198 milljónir. Svo er það Veðurstofa Íslands vegna eldgosa og uppsetningu mæla á Seyðisfirði voru um 55 milljónir.
„Núna eru í sjóðnum rétt tæpir 3,8 milljarðar og það segir beinlínis í frumvarpinu til fjáraukalaga að ekki hafi verið tekið frekari ákvörðun um úthlutun og því sé til staðar tæplega 3,8 milljarða svigrúm til þess að bregðast við óvæntum útgjöldum svo sem vegna jarðhræringa og mögulegra eldsumbrota á Reykjanesskaga fyrir lok þessa árs ef til þess kæmi,“ sagði Eyjólfur á Útvarpi Sögu.
Hann sagði einnig að það sé algerlega skýrt að varasjóðurinn eigi nýtast til greiðslu tjóna vegna hamfara. Samt sé verið að leggja skatt á húseigendur sem sé eðli málsins samkvæmt lítill fyrir suma en talsvert mikill fyrir aðra því þarna sé miðað við höfuðstól.