Kristinn Hrafnsson:
Börnin eru að deyja þar eitt af öðru, eitt í gær, tvö í dag. Frá þessu er greint í Guardian og þaðan er myndin.
Sagan um þessa fyrirbura á myndinni er ekki sérstaklega véfengd. Hún frá Dar al-Shifa sjúkrahúsinu á Gaza þar sem þurfti fyrir helgi að flytja 39 fyrirbura frá bráðadeild vegna skemmda frá sprenghuárás sem sló út hitakössum og súrefni. Aðeins 36 börn lifðu flutninginn af en á nýjum stað eru litlu krílin sett saman til að reyna að halda á þeim hita og koma að þeim súrefni.
Hún er alræmd lygasagan um fyrirburana sem írakskir hermenn voru sagðir hafa kastað úr hitakössum í Kúveit en sú saga var sett á flot til að auka stuðning við Flóabardaga 1991 og átti að undirstrika að Írakar væru réttdræpar skepnur.
Börnin eru að deyja þar eitt af öðru, eitt í gær, tvö í dag. Frá þessu er greint í Guardian og þaðan er myndin.
Við sitjum hjá.