Kristinn Hrafnsson:
Baðaði forsætisráðherra sig þar í sviðsljósinu í útlöndum sem sérstök baráttukona fyrir réttindum afganskra kvenna.
Fyrir örfáum vikum skipulagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sérstakan hliðarviðburð á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni: Styðjum afganskar konur í að endurheimta mannréttindi („Supporting Afghan Women Reclaiming their Human Rights“).
Baðaði forsætisráðherra sig þar í sviðsljósinu í útlöndum sem sérstök baráttukona fyrir réttindum afganskra kvenna.
Hér heima er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að vísa Noorinu Khalikyar úr landi, afganskri konu með læknismenntun sem á enga framtíð í heimalandinu undir stjórn Talibana.
Hjásetustjórnin stefnir á ólympíugull í hræsni.