- Advertisement -

Venjulegu fólki gagnast ekkert þó heimili þess hækki í verði

https://www.dv.is/eyjan/2023/10/28/endurskodandi-freistar-thess-ad-skola-villa-birgis-og-ingu-saeland-til-lantakinn-hefur-graett-22-600-000-kronur-thessum-oskapnadi-ollum/

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Jæja fannst ekki einn endurskoðandi sem réttlætir það ofbeldi sem nánast allir Íslendingar fordæma.

Réttlætir að heimili sem er með 57 milljóna húsnæðislán sé að borga tæp 500 þúsund í hverjum mánuði í vexti og 10 þúsund krónur inná höfuðstólinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þvílík „rök“ ef rök skildi kalla.

Réttlætir að heimili þessa lands séu að greiða 200% til 400% hærri vaxtagjöld en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Jú þetta vaxtaofbeldi er að mati þessa endurskoðenda ekkert mál því fasteignin hefur „hækkað“ svo mikið að viðkomandi heimili hefur „grætt“. Ég segi bara, kanntu annan!

Þvílík „rök“ ef rök skildi kalla, einfaldalega vegna þess að fyrir 95% af heimilum þessa lands skiptir engu máli hvort húseign A hækki um 20% því húseign B hefur hækkað um nákvæmlega sömu prósentu og allt venjuleg fólk þarf einhverstaðar að búa.

Ef venjuleg fjölskylda selur sína húseign og þarf að kaupa aðra þá hefur hún hækkað um sömu % og þeirra húseign nam og hvar liggur þá þessi „gróði“ sem þessi endurskoðandi heldur fram?

Hins vegar liggur fyrir að sterkefnaðir fjárfestar sem fjárfesta og kaupa upp húseignir eins og enginn sé morgundagurinn vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið þeir eru svo sannarlega að græða. En fyrir Jón og Gunnu sem þurfa þak yfir sína fjölskyldu skiptir hækkun á fasteignaverði ekki nokkru máli enda framfleytir fjölskylda sér ekki á hækkun á fasteignaverði. En það skiptir Jón og Gunnu svo sannarlega máli þegar stórhluti ráðstöfunartekna þeirra fer í að greiða okurvexti, verðtryggingu og himinn há þjónustugjöld til fjármálakerfisins.

Alveg kostulegt að sjá svona rök frá aðila sem segist vera endurskoðandi og spurning hvort viðkomandi sé einn af þessum fjárfestum sem kaupa upp húseignir og græða á daginn og grilla á kvöldin. Spyr sá sem ekki veit.

En eitt er víst að stíga fram með þessi „rök“ og verja þetta ofbeldi sem íslensk heimili þurfa að þola af hálfu fjármálakerfisins er með öllu óskiljanlegt svo ekki sé fastar að orði kveðið!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: