„Fyrirtæki á sviði heildsölu og stórverslanir hafa ítrekað reynt að draga upp þá mynd að markmið þeirra með baráttu fyrir auknum innflutningi matvæla, á þeirra forsendum, sé fyrst og fremst að geta selt neytendum ódýrari matvæli,“ segir í greinagerð þingsályktunar um um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar.
„Raunveruleikinn er hins vegar sá að markmiðið er fyrst og fremst að auka eigin arð þótt þjóðarhagsmunir séu aðrir. Það sýna m.a. innlendar og erlendar rannsóknir á álagningu matvæla þar sem aukið hlutfall innfluttra matvæla hefur leitt til aukinnar álagningar. Á sama tíma fá innlendir framleiðendur minna fyrir vörur sínar og þjóðhagsleg óhagkvæmni eykst,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, en hann og flokksbróðir hans er, Bergþór Ólason, hafa lagt fram þessa tillögu,
Málið verður tekið fyrir á þingfundi sem verður seinna í dag.