- Advertisement -

Kolbrún segist hafa fengið login svör

„Er ekki kominn tími á heiðarleika?“

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði arm spurningum um matasóun í Ráðhúsinu og á Höfðatorgi. Satt best að segja varð Katrín ekki sátt við svörin:

„Svarið sem Flokkur fólksins fær er ekki trúverðugt. Í fyrra svari var sagt að afgangi sem ekki hefur tekist að nýta væri seldur áfram til bænda sem nýta þá í fóður og að „með því er nýting aðfanga hámörkuð, og magn lífræns úrgangs lágmarkað“.

Við þetta svar brá fulltrúa Flokks fólksins því það er óheimilt að senda matarafganga aftur til bænda sem fóður fyrir búfé vegna hættu á útbreiðslu sjúkdóma og hringrásar smitefnis.

Loðdýrabændur eru fáir.

Í nýju svari er þetta viðurkennt en vísað í að heimilt sé að nota slík dýraprótein til að framleiða fóður fyrir loðdýr og að afgangar fari til minkabænda.

Fulltrúi Flokks fólksins veit að minkar éta hvorki brauð, kökur, sósur né salöt sem búast má við að séu í leifum frá mötuneytum. Loðdýrabændur eru fáir.

Í samtali við forsvarsmann þeirra kom það skýrt fram að matarleifar úr borginni koma hvergi nærri loðdýrafóðri því loðdýr eru afar viðkvæm og stífar kröfur eru gerðar til fóðurs og fóðursamsetningar fyrir minka.

Niðurstaðan af þessum tveimur svörum frá þjónustu- og nýsköpunarsviði er að þau er röng og afar óheiðarlegt er að spinna upp einhverja sögu til að reyna að villa um fyrir kjörnum fulltrúum Er ekki kominn tími á heiðarleika?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: