- Advertisement -

Meirihlutinn tefur uppbyggingu í Reykjavík

Borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins er spurn hvar tillaga þeirra, um fjölgun lóða í Úlfarsárdals,er niðurkomin.

„Tillagan snerist um að hefja nú þegar undirbúning þess verkefnis að fjölga lóðum umfram þá litlu fjölgun sem unnið er að núna við endurskoðun deiliskipulags Úlfarsárdals. Íbúðaþörfin er um 5.000 íbúðir í dag í Reykjavík og svo 1.000 íbúðir árlega.“

„Fljótlegast hefði verið að samþykkja tillöguna í borgarstjórn til að létta undir með þeim sem eru í vandræðum á húsnæðismarkaði vegna mikillar hækkunar á verði og lítils framboðs,“ segja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.

Tæki Reykjavíkurborgar til að takast á við húsnæðisvandann er aukið lóðaframboð. „Með því að vísa tillögunni til borgarráðs var meirihlutinn að tefja málið og enn er það óafgreitt. Það er ekki gott innlegg í þau vandræði sem nú ríkja á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: