- Advertisement -

Bullsýður á Framsókn

Ríkisstjórnin er í besta falli lifandi dauð.

-sme

Dónaleg framkoma Bjarna Benediktssonar við Sigurð Inga Jóhannsson fer illa í marga félaga í Framsóknarflokknum. Bjarni niðurlægði Sigurð Inga þegar hann hafði verið með úrskurð umboðsmanns Alþingis í nokkra daga án þess að svo mikið að hringja í Sigurð Inga og segja honum hvernig komið væri.

Formaður Framsókn vissi ekkert fyrr en hann horfði á blaðamannafund Bjarna í beinni útsendingu. Alveg hreint ótrúleg framkoma. Innan Framsóknar er mikil undiralda. Bjarni á ekki upp á pallborðið þar.

Innan Sjálfstæðisflokksins er vilji til að Bjarni setjist í stól Katrínar og taki við forsætisráðuneytinu. Að honum verði sparkað upp á við. Það mun eðlilega ekki ganga eftir. Katrín er sögð ókátari með Bjarna en hún vill vera láta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eins ótrúlegt og það er hefur framganga Bjarna, þrátt fyrir óteljandi viðvaranir, leitt til þess að nú er í raun í gangi stjórnarmyndarviðræður. Ríkisstjórnin er í besta falli lifandi dauð. Getur ekkert vegna innbyrðisleiðinda. Sjaldan hefur verið þörf á alvöru ríkisstjórn og einmitt nú. 

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: