- Advertisement -

Þúsundir fjölskyldna standa varnarlausar á bjargbrúninni

„Tveggja ára gaml­ar yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar og seðlabanka­stjóra um dauða verðtrygg­ing­ar­inn­ar voru nefni­lega full­kom­lega inni­halds­laus­ar.“

Hanna Katrín Friðriksson.

„Í nýju fjár­mála­stöðug­leika­riti Seðlabank­ans kem­ur fram að fjár­hæð óverðtryggðra lána með föst­um vöxt­um sem munu losna á næstu tveim­ur árum nem­ur 462 millj­örðum króna,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og birtir í Mogganum.

„Að óbreyttu mun það hafa í för með sér gríðarleg­ar hækk­an­ir á mánaðarleg­um af­borg­un­um fjölda heim­ila af hús­næðislán­um, nokkuð sem þau bregðast nú við með því að færa sig yfir í verðtryggðu lán­in. Tveggja ára gaml­ar yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar og seðlabanka­stjóra um dauða verðtrygg­ing­ar­inn­ar voru nefni­lega full­kom­lega inni­halds­laus­ar.

Þessi viðbrögð heim­ila lands­ins eru eðli­leg og nauðsyn­leg þeim sem ekki ráða við sturlaða hækk­un á mánaðarlegri greiðslu­byrði. En þau eru sann­ar­lega ekki ókeyp­is fyr­ir heim­il­in. Þau sem enn ráða við af­borg­an­ir af óverðtryggðum lán­um horfa á höfuðstól lána sinna lækka en höfuðstóll verðtryggðu lán­anna hækk­ar þegar verðbæt­ur leggj­ast ofan á. Fórn­ar­kostnaður­inn við að sleppa við hinar sturluðu hækk­an­ir á mánaðarleg­um af­borg­un­um er þannig sá að gengið er á eigið fé heim­ila.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Katrín Jakobsdóttir.
Í umræðum á þingi í liðinni viku sagði for­sæt­is­ráðherra að upp­taka evru leysti ekki öll vanda­mál Íslands. Því er ég sam­mála og hef enda ekki heyrt nokkra mann­eskju halda því fram.
Skjáskot: RÚV.

Við þekkj­um þessa stöðu, höf­um upp­lifað hana áður og við okk­ar sem eldri erum oft­ar en einu sinni. Við vit­um að með örgjald­miðli er erfitt að tryggja stöðugan kaup­mátt, lægri verðbólgu og fyr­ir­sjá­an­leg­ar af­borg­an­ir af hús­næðislán­um. Þá eru ónefnd áhrif­in sem þessi viðbótar­fjármagnstil­færsla frá þeim sem skulda yfir til þeirra sem eiga skuld­irn­ar hef­ur á skipt­ingu eigna og tekna í sam­fé­lag­inu.

Það er óskilj­an­legt að enn fyr­ir­finn­ist stjórn­mála­flokk­ar sem ekki hafi það efst á stefnu­skrá sinni að koma í veg fyr­ir þess­ar sér­ís­lensku kollsteyp­ur og áhrif þeirra á efna­hag og lífs­kjör ís­lenskra heim­ila. Í umræðum á þingi í liðinni viku sagði for­sæt­is­ráðherra að upp­taka evru leysti ekki öll vanda­mál Íslands. Því er ég sam­mála og hef enda ekki heyrt nokkra mann­eskju halda því fram. En þetta eru klass­ísk viðbrögð þeirra sem ekki ætla að gera neitt annað en bíða eft­ir næstu stóru upp­sveiflu. Því hún mun koma. Þá verða vanda­mál­in við krón­una gleymd að mestu, þar til í næstu stóru niður­sveiflu. Því hún mun líka koma. Það er einn helsti ókost­ur krón­unn­ar hvernig hún ýkir að öðru leyti eðli­leg­ar hagsveifl­ur, bæði upp og niður. Og þegar við bæt­ast stjórn­völd sem ekki búa í hag­inn fyr­ir mögru árin með efna­hags­stefnu sinni þá blæðir heim­il­um enn frek­ar.

Við verðum að hafa út­hald til að setja okk­ur stefnu og mark­mið til lengri tíma. Það er hins veg­ar aðkallandi að bregðast við því að það hef­ur ekki verið gert til þessa, með sér­stök­um aðgerðum í þágu illa staddra heim­ila. Stund­um þarf að hafa aug­un á tveim­ur bolt­um í einu. Núna er rétti tím­inn til þess,“ skrifaði Hanna Katrín Friðriksson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: