- Advertisement -

Verður velferðin sett á ís – eða ekki?

Hér á eftir er stuttur kafli þar sem osðaskiptum Bjarna Benediktssonar og Kristrúnar Frostadóttur eru gerð skil. Kristún byrjar:

Ríkið fær þetta bara í fangið…

„Það er til einskis að ætla að setja velferðina á ís til að hagræða í rekstri. Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum og eftir situr hinn almenni launamaður með verri velferð og illa rekið ríki. Því hlýt ég að spyrja hæstvirtan ráðherra, í ljósi yfirlýsinga forystufólks verkalýðshreyfingarinnar um að ekkert sé í þessum fjárlögum til að styðja við kjarasamninga, hvort hann telji skynsamlegt að fara inn í veturinn með þetta upplegg, hvort við eigum von á frekara hringli með fjárlög núna í aðdraganda 2. umr. og hvort við munum ekki sjá endanlega útgáfu fyrr en rétt fyrir samþykkt fjárlaga.“

Þá Bjarni:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir koma úr vasa launafólks…

„Það dugar lítt í málefnalegri umræðu um fjárlagafrumvarpið að koma með einhverja frasa eins og að velferðin sé sett á ís sem engin innstæða er fyrir, ekki ein einasta innstæða. Varðandi aðhaldsaðgerðir ríkissjóðs þá erum við sérstaklega að hlífa framlínufólkinu eins og því fólki sem hér er sérstaklega vísað til, þ.e. við höfum ekkert efni á því að fækka fólki í heilbrigðiskerfinu og erum ekki að því, eða hjá löggæslunni og erum ekki að því. Við förum hins vegar fram á það að ríkissjóður finni leiðir til að gera betur, til að nýta fjármagn betur á hverju ári, nákvæmlega eins og heimilin eru að gera og allt atvinnulífið á Íslandi er að gera.

Það er gert lítið úr því að hér sé komið fram með 17 milljarða hagræðingaraðgerðir. Þetta er jafngildi þess að segja: 17 milljarðar skipta bara engu máli í stóra samhengi hlutanna. Þetta er að tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Það er ekki endalaust til, háttvirtur þingmaður. Peningarnir spretta ekki á trjánum á Íslandi. Þeir koma úr vasa launafólks og fyrirtækjanna í landinu og ríkissjóður á ekki sjálfstæðan rétt til þess að hækka skattgreiðslur fólks og fyrirtækja í þeim tilgangi að auka millifærslurnar, eins og háttvirtur þingmaður boðar gjarnan. Það er ekki þannig að fólkinu í landinu verði enn betur borgið með því að ríkið taki meira til sín og sjái um það fyrir fólkið í landinu að dreifa fjármununum að nýju, vegna þess að fólkið sem er hér inni þykist oft og tíðum vita langbest hvernig jafnréttinu verði best útdeilt eða réttlætinu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: