- Advertisement -

Neytendur verða hinir raunverulegu tjónþolar

Vilhjálmur Birgisson.
Mynd: Samstöðin.

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Ég tel það galið fyrirkomulag að þegar fyrirtæki brjóta gróflega samkeppnislög að þá sé nánast það eina sem gerist er að þau fái sekt.

Nú liggur t.d. fyrir að Eimskip og Samskip hafa framið glæp gagnvart íslensku þjóðinni og fyrir þennan glæp eru þau sektuð um samtals um 5,7 milljarða. Ugglaust hefur þessi glæpur skilað þessum fyrirtækjum mun meiri ávinningi en nemur sektargreiðslunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sem síðan gerist er að fyrirtækin munu með tíð og tíma varpa þessum sektargreiðslum út í verðlagið aftur. Sem þýðir á mannamaáli að neytendur sem eru hinir raunverulegu tjónþolar þurfa að greiða sektina í formi hærri flutningsgjalda og fá þá þennan samráðsglæp tvöfalt í hausinn.

Eina sem á að gera að mínu mati er að æðstu stjórnendur og þeir aðilar sem bera ábyrgð á grófum samkeppnisbrotum verði látnir axla ábyrgð með fangelsisvist það eru einu viðurlögin sem geta hugsanlega komið í veg fyrir svona stórtækan glæp eins og þessi fyrirtæki ástunduðu gagnvart íslensku þjóðinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: