Davíð Oddsson skrifar um loftlagsmál í leiðara dagsins. Þankagangur ritstjórans sést best í enda leiðarans.
„Íslendingar hafa þegar, án þess að rembast neitt, tryggt 80% árangur sinn í „baráttunni“ um þennan heimsendi og er rétt að þeir sem kunna að vera enn með fullu viti í ríkisstjórninni tilkynni næstu vikurnar, að Ísland sjái ekki ástæðu til að taka þátt í hringdansinum á ný, fyrr en aðrar þjóðir hafa náð ámóta árangri og Íslendingar. Fullyrða má að þær munu ekki ná sínu markmiði næstu áratugina og þá verður löngu búið að blása heiminn af eða finna nýjan heimsendi fyrir vísindamenn.
Fjölmennustu ríki heims eru enda ekki komin af stað og hafa engar ráðagerðir um slíkt, en sitja á hliðarlínunni og hía á kjánana. En komist heimurinn upp í 80% markið, sem Íslendingar hafa sennilega einir náð, án þess að heimurinn sé kominn í gröfina, þá er alveg sjálfsagt að taka þátt og það þó að þá verði komin önnur öld eða tvær „sem meirihluti vísindamanna“ geti sameinast um eins og léttleikandi grátkór.“
Svo mörg voru þau orð.