- Advertisement -

Katrín hunsar ævareiða trillukarla

„Mér finnst merki­legt að sjá upp­hlaupið í kring­um hval­veiðibannið í sam­an­b­urði við stöðvun strand­veiðanna. Það eru marg­falt fleiri störf und­ir í strand­veiðunum en í hval­veiðunum.“

Arth­ur Boga­son.

„Mér finnst sjálfsagt í svona sam­skipt­um að svara beiðni um fund. Ég er eldri en tvæ­vet­ur í þessu og ég man ekki eft­ir því áður að stjórn­sýsl­an hafi sýnt jafn mikið fá­læti og nú gagn­vart beiðnum um að fá að hitta fólk í ráðuneyt­um,“ seg­ir Arth­ur Boga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Þetta er upphaf fréttar í Mogganum í dag.

Þar segir einnig: „Sam­tök­in sendu um miðjan síðasta mánuð beiðni um fund með for­sæt­is­ráðherra vegna þeirr­ar ákvörðunar mat­vælaráðherra að auka ekki við þorskkvót­ann í strand­veiðum sem leiddi til veiðibanns og stöðvun­ar flot­ans. Sam­tök­in óskuðu eft­ir því að aukið yrði við kvót­ann um 4.000 tonn svo unnt yrði að stunda strand­veiðar út vertíðina sem lauk 12. júlí , en við því var ekki orðið. „Mat­vælaráðherra hafði öll færi á því að gera bet­ur, en það varð ekki niðurstaðan,“ seg­ir Arth­ur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mér finnst þetta mjög miður.

„Eina viðbragðið sem ég hef fengið frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu er staðfest­ing á að fund­ar­beiðnin var mót­tek­in. Ég hefði nú al­veg kosið að fá að vita af því ef við fengj­um að hitta for­sæt­is­ráðherra. Mér finnst merki­legt að sjá upp­hlaupið í kring­um hval­veiðibannið í sam­an­b­urði við stöðvun strand­veiðanna. Það eru marg­falt fleiri störf und­ir í strand­veiðunum en í hval­veiðunum, án þess að ég ætli að gera lítið úr áhrif­un­um af stöðvun hval­veiða, síður en svo,“ seg­ir Arth­ur.

Arth­ur bend­ir á að áhrif­in af strand­veiðibann­inu hafi haft víðtæk áhrif, enda hafi mun fleiri en strand­veiðimenn­irn­ir orðið fyr­ir búsifj­um af því. Bannið hafi áhrif á störf í fisk­vinnslu, í flutn­ing­um og á marg­vís­lega aðra þjón­ustu. „Það er t.d. al­veg ljóst að fisk­búðum hef­ur verið gerð skrá­veifa með þessu, þannig að áhrif­in af stöðvun­inni eru miklu víðtæk­ari en menn gera sér grein fyr­ir,“ seg­ir Arth­ur og bæt­ir því við að í sín­um hópi séu menn æv­areiðir vegna banns­ins.

„Mér finnst þetta mjög miður, því ég hélt að úr­lausn mála ætti að byggj­ast á sam­töl­um og sam­skipt­um, en þetta er orðið mjög ein­hliða. Það eru bara send­ar til­kynn­ing­ar og ekki einu sinni gef­inn kost­ur á að ræða mál­in,“ seg­ir Arth­ur Boga­son í Mogganum í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: