Sigurjón Þórðarson:
Ekki má gleyma milljarðinum sem Guðlaugur Þór veitti til orkuskipta hjá bílaleigum, en hvað sem varð nú um þá fjármuni alla, þá var a.m.k. um beina aðgerð að ræða.
Ef lesinn er stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Vg, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem nú virðist vera að veslast upp, þá koma þar fram hvað eftir annað miklar heitingar um aðgerðir í loftslagsmálum.
Á hinn bóginn þegar litið er til þeirra aðgerða sem farið hefur verið í og eru á döfinni hjá stjórnvöldum í loftslagsmálum þá sést að ekkert er í gangi, nema þá helst að skilgreina betur mögulegar aðgerðir sem ráðast á í þ.e. uppfæra aðgerðaráætlanir og setja fram enn háleitari og óraunhæfari markmið um kolefnisjöfnun.
Vissulega hafa verið ráðnir pólitískir „sérfræðingar“ í loftslagsmálum hingað og þangað inn í stjórnkerfið m.a. Seðlabankann, ráðuneytin og Byggðastofnun. Ekki má gleyma milljarðinum sem Guðlaugur Þór veitti til orkuskipta hjá bílaleigum, en hvað sem varð nú um þá fjármuni alla, þá var a.m.k. um beina aðgerð að ræða. Framlag Svandísar og Vg ef svo má að orði komast, var að opna grunnslóðina fyrir veiðum með togurum með óheftu vélarafli og leggja stein í götu vistvænna strandveiða.
Niðurstaðan af þessari sýndamennsku eru auknar álögur á almenning og 21% aukning á losun á koltvísýringi á árinu 2022 frá árinu á undan.
Það má vel taka undir þau sjónarmið sem fram komu hjá Tony Blair í vikunni þ.e. að ótækt sé að leggja þungar byrgðar á almenning og vandséð er að Bretar einir leysi loftslagsmálin og enn fráleitara er að litla Ísland geri það.