- Advertisement -

„Snillingar„ kalla eftir hærri vöxtum

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Þetta er orðin svo mikill brandari hvenrig hagsmunaaðilar viðskiptabankanna þriggja tala ætíð upp stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart enda hafa þeir hag af háu vaxtastigi.

En í þessu viðtali segir Kon­ráð S. Guðjóns­son, hag­fræðing­ur Ari­on banka, of snemmt að fagna sigri og á hann enn von á því að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hækki stýri­vexti að nýju í næsta mánuði.

Hugsið ykkur verðbólgan fer úr 8,9% milli mánaða í 7,6% sem er lækkun um 1,3% en samt koma þessir snillingar og tala um að stýrivextir muni senniæega hækka í næsta mánuði.

Ótrúlegt að menn kalla ekki eftir lækkun vaxta í ljósi þess að greinilegt er að verðbólgan er á undanhaldi eins og er að gerast í öllum þeim löndum sem við erum að bera okkur saman við.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: