- Advertisement -

Bjarni tók upp stefnu Ása Friðriks

Í langan tíma virtist Ásmundur Friðriksson sem nátttröll í Sjálfstæðisflokknum. Ásmundur tók harða afstöðu í málefnum flóttafólks. Hann hefur verið strangari en flestir aðrir. Þegar Jón Gunnarsson varð dómsmálaráðherra gekk hann í hugmyndasmiðju Ásmundar.

Nú síðast munstraði Bjarni Benediktsson sig í hópinn. Bjarni og samstarfsflokkar hans hafa góðan meirihluta í þinginu. Í frægri Bessastaðatröppuræðu sagði Bjarni:

„Þingið hefur algjörlega brugðist í því að afgreiða mál sem Jón og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu hafa lagt fyrir þingið.“ Má skilja Bjarna þannig að formenn stjórnarflokkanna hafi litla eða enga stjórn á sínum þingmönnum?

Þú gætir haft áhuga á þessum
Tríóið: Jón Gunnarsson, Bjarni Benediktsson og Ásmundur Friðriksson.

í ræðunni sagði formaðurinn að hann vonaði að Guðrún Hafsteinsdóttir myndi standa sig vel.

Bjarna var mikið niðri fyrir á Bessastaðatröppunum þegar hann talaði um flóttafólkið. Hann sagði það hafa skapað vanda. Hann sagði það vera gjörsamlega óásættanlegt að kostnaður við að svara fólki já eða nei hvort það fengi hér hæli væri kominn yfir tíu milljarða króna á ári.

Svo kom stóri dómur: „Við höfum misst tökin á þessum málaflokki þannig að kostnaðurinn við að sinna þessum málaflokki er algjörlega farinn upp úr þakinu og það er óásættanlegt. Þess vegna munum við Sjálfstæðismenn áfram berjast fyrir því að þessum hlutum verði komið í lag.“

Nánast allt þetta hefur Ásmundur ítrekað talað um. Og oftast fengið bágt fyrir. Ljóst er að Bjarni og svo Jón Gunnarsson hafa hlustað þegar Ásmundur talaði. Boltinn er hjá Bjarna og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Bjarni sagði að fylgst yrði með störfum Guðrúnar og ætlast sé til að hún haldi áfram þar sem Jón Gunnarsson hætti.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: