- Advertisement -

Er sjálfstæðisstefnan dýrmæt perla?

„Víst er spennandi að fylgjast með innanmeinum Sjálfstæðisflokksins.“

-sme

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Kraganum, kjördæmi Bjarna formanns og Óla Björns þingflokksformanns, skrifar grein i Mogga dagsins vegna greinar sem Óli Björn birti þar í gær. Sýnilega er mikill órói í Sjálfstæðisflokknum. Óvíst er hverjar afleiðingarnar verða. Víst er að það fækkar í bakvarðarsveit Bjarna formanns. Arnar Þór skrifar:

„Í Morg­un­blaðsgrein í gær, 19. júlí 2023, ger­ir Óli Björn Kára­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sjálf­stæðis­stefn­una að um­fjöll­un­ar­efni. Óli Björn er góður penni og vert er að þakka hon­um fyr­ir að beina at­hygli les­enda að þeim góða grund­velli sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er reist­ur á. Grunnviðmið eru mik­il­væg, því stefnu­mörk­un miðast við þau, en missi menn sjón­ar á gild­um sín­um er voðinn vís. Af öllu fram­an­greindu leiðir að það er skylda kjós­enda að hafa eft­ir­lit með því hvernig kjörn­um full­trú­um geng­ur að fram­fylgja stefn­unni. Í anda þeirra sjón­ar­miða sem Óli Björn nefn­ir í grein sinni hef ég talið ástæðu til að spyrja hvort for­ysta flokks­ins og meiri­hluti þing­flokks hans hafi tapað átta­vit­an­um og týnt stefn­unni, gleymt til­gangi sín­um, orðið viðskila við hlut­verk sitt og glatað þeirri framtíðar­sýn sem sjálf­stæðis­stefn­an birt­ir. Í flokki sem aðhyll­ist mál­frelsi er ekki bannað að spyrja slíkra spurn­inga og kalla eft­ir svör­um.

Ekki er óeðli­legt þótt al­menn­ir sjálf­stæðis­menn, und­ir­ritaður þar á meðal, geri at­huga­semd­ir við útþenslu rík­is­ins á vakt flokks­ins, and­mæli frum­varpi ut­an­rík­is­ráðherra um bók­un 35, skori á þing­flokk­inn að standa gegn aðgerðaáætl­un for­sæt­is­ráðherra gegn tján­ing­ar­frels­inu, mót­mæli skatta­hækk­un­um og kalli eft­ir því að þing­menn standi trygg­an vörð um full­veldi Íslands og stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég skora á þing­menn flokks­ins…

Sjálf­stæðis­stefn­an er dýr­mæt perla sem kjörn­um full­trú­um ber að verja og fægja í verki, en ekki með inn­an­tóm­um frös­um. Haf­andi fylgst náið með fram­göngu kjör­inna þing­full­trúa hef ég viss­ar áhyggj­ur af því að sjálf­stæðis­stefn­an marg­um­talaða sé að verða að inn­an­tómu glugga­skrauti í þing­flokks­her­bergi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ef mönn­um er um­hugað um að gæða stefn­una lífi þarf að sýna það í verki. Ég skora á þing­menn flokks­ins að ganga þar fremst­ir í flokki.“

Víst er spennandi að fylgjast með innanmeinum Sjálfstæðisflokksins. Arnar Þór notaði fyrirsögnina: Sjálfstæðisstefnan er dýrmæt perla. Hér er stuðst við hana. Hún er lítið eitt breytt.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: