- Advertisement -

Neytendasamtökin í máli við bankana þar sem tekist er á um tugi milljarða

„Öll EFTA ríkin fengu tækifæri til þess að leggja inn álit og vakti það athygli að íslenska ríkið sem og norska ríkið stóðu með bönkunum á meðan EFTA stóð með neytendum.“

 

„Bankarnir gætu þurft að endurgreiða lántakendum sem tekið hafa lán með breytilegum vöxtum tugi milljarða króna komist dómstólar hér á landi að þeirri niðurstöðu að lánin séu ólögleg.“

Þetta var meðal þess sem fram kom í viðtali Kristjáns Arnar Elíassonar við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna á Útvarpi Sögu í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…væru breytilegir vextir ekki réttlætanlegir.“

„Að sögn Breka er nú beðið niðurstöðu EFTA dómstólsins hvernig túlka beri Evrópureglur þegar kemur að dómaframkvæmdinni hér á landi og þegar niðurstaðan liggur fyrir munu dómstólar hérlendis geta loks dæmt í þeim málum sem eru á þeirra borði sem varða breytilega vexti,“ segir á heimasíðu Sögu.

„Breki segir að í tveimur málanna, sem snúa að lánum sem tekin voru eftir gildistöku nýju laganna árið 2017, hafi dómstólar hérlendis leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Sá hluti málsins fór fram í Lúxemburg á dögunum og kom þar fram sem fyrr segir að álit EFTA væri að eins og framkvæmd vaxta væri háttað á Íslandi væru breytilegir vextir ekki réttlætanlegir. Öll EFTA ríkin fengu tækifæri til þess að leggja inn álit og vakti það athygli að íslenska ríkið sem og norska ríkið stóðu með bönkunum á meðan EFTA stóð með neytendum.

Breki segist afar vongóður um að niðurstaða EFTA sem liggi fyrir seint í sumar eða í haust verði lántakendum hagstæð og vonar hann þá einnig enn fremur að niðurstaða dómstóla hérlendis verði svo neytendum og lántakendum hagstæð og að bönkunum verði gert að greiða til baka oftekna vexti,“ segir á utvarpsaga.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: