- Advertisement -

Hvað gera Bjarni og Sigurður Ingi?

Munu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks standa fast á sínu. Jafnvel þó það kosti stjórnarslit? Það er ekki vitað. Enn er þungt í Vilhjálmi Birgissyni vegna þessa máls. Fyrir stundu skrifaði Vilhjálmur:

„Nú kemur fram í ítarlegu lögfræðilegu áliti LEX lögmannsstofu til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að sú ákvörðun matvælaráðherra að banna tímabundið hvalveiðar með afar stuttum fyrirvara hafi farið í bága við lög.

Það kemur einnig fram í þessu lögfræðiáliti að Hvalur hf. og starfsfólk kunni að eiga skaðabótarétt á hendur íslenska ríkinu vegna þessarar ákvörðunar matvælaráðherra.

Höfum það hugfast að nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa einnig sagt að þessi ákvörðun matvælaráðherra standist ekki lög.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í þessu samhengi er mikilvægt að horfa á málið er lýtur að Íslandsbankasölunni þar sem allir þingmenn og ráðherrar sem hafa tjáð sig um skýrslu Fjármálaeftirlitsins segja að í ljósi þess að FME segi að lög og reglur hafi verið brotnar þá beri stjórn og bankastjóra að axla ábyrgð.

En hvað ætla ráðherrar og þingmenn að gera sem hafa fengið vitneskju um að ákvörðun matvælaráðherra fari í bága við lög? Munu sömu lögmál gilda gagnvart þeim þegar og ef dómur fellur í skaðabótamáli á hendur ríkinu vegna þessarar ólöglegu ákvörðunar?

Ætla ráðherrar og þingmenn að axla ábyrgð með því að víkja eins og þeir eru eðlilega að gera kröfu um að stjórn og bankastjóri Íslandsbanka geri vegna þess að FME komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd útboðsins fór í bága við lög og reglur?

Það er afar kaldhæðnislegt að sáttarsektin í máli Íslandsbanka er nákvæmlega sú sama og tekjutap starfsmanna Hvals hf. mun nema eða 1,2 milljarðar.

Ég trúi ekki að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn láti það gerast að ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum sem er skv. þessu lögfræðiáliti kolólögleg verði látin viðgangast.

Ef þeir láta þessa ákvörðun standa óhaggaða þá geta þeir pakkað saman í það minnsta í norðvesturkjördæmi svo mikið er víst!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: