- Advertisement -

Vinna skemur, fá sama kaup

Starfsfólk Lögreglustjórans á Vestfjörðum, Ríkisskattstjóra, Útlendingastofnunar og Þjóðskrár mun, frá næstu áramótum vinna í 36 klukkustundir á viku, í stað fjörutíu, og fá fyrir sömu laun og áður.

Þetta er liður í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Ætlunin er að kanna hvort styttri vinnutími leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaða. Mikill áhugi er á að taka þátt í verkefninu.

„Við fögnum þessum áfanga í áralangri kröfu okkar um styttingu vinnuvikunnar. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir tilraun um styttingu vinnutíma á annað ár og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Nú bætist ríkið við,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og lesa má á heimasíðu félagsins.

Tilraunaverkefnið mun standa í eitt ár, frá 1. apríl næstkomandi til 1. apríl 2018. Vinnustundum starfsmanna verður fækkað úr 40 á viku niður í 36 stundir án þess að til launaskerðingar komi. Rannsakað verður hver áhrif styttingar vinnutímans verða á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar verða gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan verður óbreytt til að fá samanburð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við vonum að aðrir vinnustaðir taki styttingu vinnutíma til umræðu,“ segir Elín Björg.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: