- Advertisement -

Jón segir Vinstri græn hafa dregið sig á asnaeyrunum

Jón segir hversu erfitt það hafi verið að ná ár­angri í mála­flokkn­um í sam­starfi við VG og seg­ir hættu á að aðgerðarleysi geti leitt til auk­inn­ar út­lend­inga­andúðar.

Jón Gunnarsson er í viðtali í sjónvarpi Moggans. Þar skýtur stöðugt á flokk forsætisráðherra. Vinstri græn. Þetta er að finna í Mogga dagsins.

„Staðan núna er þannig að það er mjög erfitt fyr­ir Vinstri græna að vera í rík­is­stjórn,“ segir Jón.

„Ég upp­lifði þetta þannig að vera dreg­inn á asna­eyr­um í þessu máli,” seg­ir hann þegar hann lýs­ir ferl­inu við vinnslu á frum­varpi sínu, sem að lok­um var eitt þeirra mála sem ekki voru samþykkt við ný­af­staðin þinglok. Hann seg­ir að þing­lok­in hafi ein­kennst af átök­um inn­an rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Jón segir flokk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa gengið á bak orða sinna við þær breyt­ing­ar sem hann tel­ur að þurfi að gera á lög­reglu­lög­um, en þar er um að ræða það sem kallað er for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir.

Í viðtalinu er víst einnig rætt um um­mæli Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sagði á tröpp­um Bessastaða í gær að Alþingi hefði brugðist í út­lend­inga­mál­um – og vísaði þar til þess að ekki hafi tek­ist að gera viðeig­andi breyt­ing­ar á lög­um um út­lend­inga. Jón tek­ur und­ir það og seg­ir að Íslend­ing­ar hafi misst tök­in á mála­flokkn­um.

Hann segir hversu erfitt það hef­ur verið að ná ár­angri í mála­flokkn­um í sam­starfi við VG og seg­ir hættu á því að aðgerðarleysi geti leitt til auk­inn­ar út­lend­inga­andúðar.

Jón ræðir einnig um orku­mál og seg­ir í því sam­hengi að stjórn­mál­in hafi reynst sam­fé­lag­inu dýr með stefnu­leysi. Þá er rætt um það hvort að póli­tík­in ráði við erfið verk­efni, hvort að Jón hygg­ist sitja áfram sem þingmaður og margt fleira.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: