- Advertisement -

Eru Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn félagshyggjuflokkar?

„…sem er sá ömurlegasti sem maður getur hugsað sér,“ sagði hann meðal annars í þingræðunni.

JFM.

Jakob Frímann Magnússon er ósáttur með að ekki sé varið meiri peningum til að hífa fátækt gamalt fólk til eðlilegs lífs.

Miðað við 90 milljarða afgang umfram áætlanir þá tel ég að í ljósi aðstæðna á Íslandi — meðallaun eru tæplega 900.000 kr. hjá fullvinnandi fólki og við erum að tala um fólk sem er búið að vinna fulla vinnu alla sína ævi, komið á efri ár og er ekki í aðstöðu til að mæta þessum hækkandi verðum á öllum vígstöðvum. Ég tel að það sé versti og ljótasti bletturinn á samfélagi okkar að skilja fólk eftir við fátæktarmörk með þessum hætti.

Ég nefni að hér á Íslandi voru a.m.k. tveir félagshyggjuflokkar sem settu sig í ríkisstjórn ásamt þeim flokki sem einu sinni kallaði sig stærsta jafnaðarflokk Íslands, sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði og gæti hugsanlega orðið það aftur: Eru Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, félagshyggjuflokkurinn, virkilega ekki til í það jöfnunartæki sem hér blasir við okkur sem er að veita sívaxandi tekjum ríkissjóðs í að afnema þennan smánarblett af samfélaginu, sem er sá ömurlegasti sem maður getur hugsað sér?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: