- Advertisement -

„Eigum við að tala um Lindarhvol?“

„Það er deginum ljósara að almenningur á heimtingu á því að fá aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tug milljarða eignum ríkisins.“

Andsrés Ingi Jónsson.

Andrés Ingi Jónsson Pírati kom víða í sinni ræðu á eldhúsdeginum. Eðlilega var hann gagnrýninn á störf ríkisstjórnarinnar.

Miðjan hefur nokkrum sinnum fjalla um leyndarhjúpinn hans Bjarna.
Hér má nálgast þessa frétt.

„Eigum við að tala um Lindarhvol? Á vetrinum sem er að ljúka hefur forseti Alþingis, fulltrúi ríkisstjórnarinnar í þingstörfunum, gert það mál að farsa. Það er deginum ljósara að almenningur á heimtingu á því að fá aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tug milljarða eignum ríkisins. En skjalinu hefur verið haldið ofan í læstri skúffu í fimm ár. Svo langt gengur meiri hlutinn í því að slá skjaldborg um fjármálaráðherra að hann bannaði þingmanni í vetur að leggja fram fyrirspurn um málið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og hvað með söluna á Íslandsbanka? Stjórnarliðar sögðust vilja velta við öllum steinum í því máli — þangað til kom í ljós að rannsóknarnefnd væri í raun eina leiðin til að svara því hvort fjármálaráðherra hefði mátt selja pabba sínum hlut í banka. Þá snerust stjórnarliðar öll sem eitt gegn því; það mátti við velta öllum steinum, bara ekki akkúrat þessum.

Svo eigum við dæmi þess að þingfólk stjórnarflokkanna hafi ekki einu sinni verið til í að fá álit sérfræðinga á því hvort lög standist stjórnarskrá. Þetta er eiginlega svo ótrúlegt að það þarf að segja það tvisvar: Stjórnarliðar neituðu að fá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti til að skera úr um það hvort útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar stæðist stjórnarskrá.“

Lýsing Andrésar á vinnubrögðum Alþingis er ekki góð. Leyndarhjúpir hér og þar. Auðvitað vitum við öll að að því kemur að Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki í ríkisstjórn. Þá, og ekki síðar en þá, verður leyndin aflétt.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: