- Advertisement -

Innviðaráðherra nauðhemlar fyrir hádegi en gefur svo allt í botn eftir hádegi

Svona þriðjung­ur af því sem Alþingi hækkaði fjár­lög­in í meðför­um sín­um í vet­ur.

Mogginn finnur að snöggum skoðanaskiptum formanns Framsóknar, Sigurðar Inga innviðaráðherra, og nánast hæðist að honum.

„Það er átak­an­legt að hlusta á innviðaráðherra tala um aðhald í rík­is­rekstri fyr­ir há­degi og 14 ný göng eft­ir há­degi, en þá verða fjöll­in víst búin.“

Í leiðaranum er fjallað um gmlar eða nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki eru það nú nein ósköp.

„Auðvitað eru all­ar aðgerðirn­ar póli­tísk­ar, en um margt virt­ust þær frem­ur gerðar til þess að halda póli­tísk­an frið inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar en að slökkva eld­ana fyr­ir utan.

Þetta sást best þegar kom að því að draga sam­an þenslu rík­is­segl­anna. Þar voru tínd­ir til heil­ir 36 millj­arðar króna, sem bæta á af­komu rík­is­sjóðs á næsta ári með sparnaði í rekstri rík­is­ins. Ekki eru það nú nein ósköp. Svona þriðjung­ur af því sem Alþingi hækkaði fjár­lög­in í meðför­um sín­um í vet­ur og var frum­varpið þó hið digr­asta í út­gjöld­um, sem sést hef­ur,“ segir í leiðaranum.

„Fjár­málaráðherra bend­ir á að þegar hafi náðst undra­verður ár­ang­ur í af­komu rík­is­ins, langt um­fram von­ir, og erfitt að bæta af­kom­una mikið meir. Það er lauk­rétt, frum­jöfnuður­inn stefn­ir í að vera já­kvæður og vel það, en á móti hef­ur vaxta­byrði rík­is­sjóðs þyngst veru­lega.

En þetta snýst ekki aðeins um af­komu rík­is­sjóðs, held­ur hvað hann hef­ur um­leikis, hvernig ríkið á sinn þátt og ekki lít­inn í að viðhalda þenslu í þjóðfé­lag­inu. Það er átak­an­legt að hlusta á innviðaráðherra tala um aðhald í rík­is­rekstri fyr­ir há­degi og 14 ný göng eft­ir há­degi, en þá verða fjöll­in víst búin,“ segir einnig í leiðaranum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: